Vesturverk greiddi alla reikninga lögmannsstofunnar

Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps.
Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. mbl.is/Golli

Odd­viti Árnes­hrepps ætl­ar að end­ur­greiða Vest­ur­verki reikn­inga lög­manns­stofu sem fyr­ir­tækið borgaði en ættu með réttu að greiðast af sveit­ar­fé­lag­inu. Vara­odd­vit­inn vakti at­hygli á því á fundi hrepps­nefnd­ar í dag, þegar önn­ur umræða um árs­reikn­inga fór fram, að all­ir reikn­ing­ar lög­manns­stof­unn­ar Sókn­ar, vegna ým­issa starfa fyr­ir hrepp­inn, væru greidd­ir af Vest­ur­verki.

Vest­ur­verk, sem er í meiri­hluta­eigu HS Orku, hyggst reisa Hvalár­virkj­un í Árnes­hreppi. Stærst­ur hluti af greiðslum til lög­manns­stof­unn­ar er vegna mála er tengj­ast Hvalár­virkj­un, m.a. vinnu við skipu­lags­mál henni tengd­um. Hins veg­ar hef­ur kostnaður vegna annarra mála, s.s. at­hug­un­ar á trygg­ing­um vegna krana við höfn­ina, einnig verið greidd­ur af Vest­verki. Af þess­um sök­um sagðist vara­odd­vit­inn Ingólf­ur Bene­dikts­son ekki geta samþykkt árs­reikn­ing­ana. Und­ir það tók Hrefna Þor­valds­dótt­ir sem einnig á sæti í hrepps­nefnd­inni. Þrír samþykktu árs­reikn­ing­ana en þó með þeim fyr­ir­vara að reikn­ing­ar vegna mála ótengd­um Hvalár­virkj­un verði end­ur­greidd­ir Vest­ur­verki.

Mun láta leiðrétta

„Við verðum að taka það til at­hug­un­ar og láta leiðrétta það,“ sagði Eva Sig­ur­björns­dótt­ir odd­viti er málið var tekið upp á fund­in­um við af­greiðslu árs­reikn­ing­anna. „Ég mun skoða þetta og end­ur­greiða þá þann hluta  þetta er bara ókunn­ug­leiki minn – annað en það sem teng­ist skipu­lags­mál­um.“

Ingólf­ur benti á að end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tækið KPMG hefði sent reikn­inga lög­fræðifyr­ir­tæk­is­ins Sókn­ar til sín og Evu í tölvu­pósti í gær­kvöldi, þ.e. fyr­ir fund­inn sem fram fór í dag. Evu hefði því mátt vera ljóst hvernig málið væri vaxið. Hann sagði að sam­tals næmu reikn­ing­ar Sókn­ar 1,4 millj­ón­um króna til dags­ins í dag. „Þetta er allt sent beint á Vest­ur­verk. það er sama hvað það er.“

Eva bent á að lang­stærst­ur hluti væri vegna mála er tengd­ust skipu­lags­gerð vegna fyr­ir­hugaðrar virkj­un­ar og annað henni tengt.

Ingólf­ur vara­odd­viti lét bóka á fund­in­um að hann geri al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við að all­ir reikn­ing­ar sem komi frá lög­manns­stof­unni Sókn séu greidd­ir af Vest­ur­verki. „Þarna skipt­ir engu máli hvort sú vinna sem þar er unn­in er vegna Hvalár­virkj­un­ar eða skipu­lagi henni tengt eða önn­ur vinna sem unn­in er fyr­ir sveit­ar­fé­lagið. Þar má nefna vinnu við fund­ar­samþykkt og at­hug­un á trygg­ing­um vegna krana. Þar af leiðandi er ekki hægt að álíta annað en að Jón Jóns­son lögmaður sé í vinnu hjá Vest­ur­verki.“

Á ekki að vera svona

Eva sagði að við fyrstu sýn teldi hún að end­ur­greiðslan myndi nema um 50 þúsund krón­um. „Ég mun fara yfir þetta og end­ur­greiða Vest­ur­verki það. Ég ætla ekki að fara að láta þá borga hitt og þetta, það er al­veg á hreinu.“

Reikn­ing­arn­ir voru eins og fyrr seg­ir samþykkt­ir af þrem­ur hrepps­nefnd­ar­mönn­um, þeirra á meðal Evu, með fyr­ir­vara um end­ur­greiðslu til Vest­ur­verks. „Ég legg við dreng­skap minn að þessu verður kippt í liðinn. Þetta á ekki að vera svona, ég er al­veg sam­mála því.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert