Stapa ber að greiða Kára uppsagnarfrest

Kári Arnór Kárason.
Kári Arnór Kárason.

Hæstirétt­ur hef­ur staðfest dóm héraðsdóms þess efn­is að Stapa líf­eyr­is­sjóði beri að greiða Kára Arn­óri Kára­syni laun á upp­sagn­ar­fresti. Kári var fram­kvæmda­stjóri líf­eyr­is­sjóðsins en sagði starfi sínu lausu í kjöl­far þess að nafn hans kom upp í Panama-skjöl­un­um.

Stjórn Stapa taldi að með yf­ir­lýs­ingu sinni um starfs­lok hefði Kári látið fyr­ir­vara­laust af starfi og þar með fyr­ir­gert rétti sín­um til launa á upp­sagn­ar­fresti. Héraðsdóm­ur Norður­lands eystra var því hins veg­ar ósam­mála og gerði Stapa að greiða Kára rúm­ar 2,5 millj­ón­ir króna ásamt drátt­ar­vöxt­um.

Í dómsorðum Hæsta­rétt­ar seg­ir að héraðsdóm­ur skuli vera óraskaður, auk þess sem Stapa er gert að greiða Kára eina millj­ón króna í máls­kostnað fyr­ir Hæsta­rétti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert