Furðar sig á tillögu um friðlýsingu

Virkjunarsvæði Hvalárvirkjunar í Árneshreppi á Ströndum.
Virkjunarsvæði Hvalárvirkjunar í Árneshreppi á Ströndum. mbl.is/Golli

„Mér finnst tíma­setn­ing­in sér­stök enda komu eng­in slík sjón­ar­mið fram á þeim tíma sem unnið var að ramm­a­áætl­un,“ seg­ir Bergþór Ólason, formaður um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar, um til­lögu Nátt­úru­stofn­un­ar Íslands um friðlýs­ingu á svæðinu þar sem Hvalár­virkj­un á að rísa, en til­lag­an var birt í fyrra­dag.

Þar legg­ur stofn­un­in til að um 1.281 fer­kíló­metra svæði, sem nær frá suður­mörk­um friðlands­ins á Horn­strönd­um og suður um Ófeigs­fjarðar­heiði, verði friðlýst. Þá hef­ur Land­vernd hvatt Guðmund Inga Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, til þess að leggja nýja nátt­úru­m­inja­skrá fyr­ir Alþingi um leið og þing­hald hefst í haust. Verði Guðmund­ur Ingi við til­lög­unni er ljóst að fram­kvæmd­ir vegna virkj­un­ar­inn­ar eru í upp­námi.

Trausti Bald­urs­son, for­stöðumaður vist­fræði- og ráðgjaf­ar­deild­ar Nátt­úru­fræðistofn­un­ar, sem leiddi vinnu við til­lögu­gerðina, sagði í sam­tali við mbl.is í gær það hlut­verk stofn­un­ar­inn­ar að rann­saka og kort­leggja nátt­úruf­ar og gera til­lög­ur um vernd út frá því, óháð hags­mun­um annnarra. „Því hlut­verki erum við að sinna með þess­um til­lög­um,“ sagði Trausti.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Bergþór að til­lag­an komi tölu­vert á óvart og hún kalli á sér­staka skoðun í um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd sem fyrst. „Þetta er eitt­hvað sem þarf að skoða mjög vel á næst­unni,“ seg­ir Bergþór og bæt­ir við að næsti fund­ur í nefnd­inni hafi ekki verið tíma­sett­ur en hann ráðgeri að það verði fyrr en síðar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert