Framleiðslugeta Hítarár minnkar verulega

Skriðan teygir sig frá Fagraskógarfjalli vel yfir Hítardal.
Skriðan teygir sig frá Fagraskógarfjalli vel yfir Hítardal. Ljósmynd/Mihails Ignats

„Við reyn­um að gera okk­ur grein fyr­ir stöðunni og hvaða áhrif þetta hef­ur á laxa­stofn­inn,“ seg­ir Sig­urður Már Ein­ars­son, fiski­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókn­ar­stofn­un, sem nú rann­sak­ar áhrif grjót­skriðunn­ar úr Fagra­skóg­ar­fjalli á Hítará.

Skriðan féll á laug­ar­dag og stíflaði Hítará í Hít­ar­dal. Í fyrstu myndaðist lón ofan við stífl­una, en áin fann sér síðan far­veg í þver­ánni Tálma sem sam­ein­ast Hítará tíu til tólf kíló­metr­um neðar.

„Sú vinna stend­ur yfir núna að meta áhrif­in út frá þeim upp­lýs­ing­um sem við höf­um. Ég er að reyna að meta svæðin sem verða fyr­ir áhrif­um, hve stór þau æru og gæði þeirra fyr­ir lax. Þegar þar að kem­ur veit ég hvaða áhrif þetta hef­ur á fram­leiðslu­getu ár­inn­ar.“

Sig­urður get­ur ekki sagt til um áhrif­in ein­mitt núna en seg­ir ljóst að þau verði tals­verð. „Það er al­veg ljóst að fram­leiðslu­geta ár­inn­ar mun minnka veru­lega. Þessi at­b­urður er for­dæma­laus í seinni tíð.“

Íbúa­fund­ur í Lyng­brekku í kvöld

„Það eru að detta út þarna ein­hverj­ir átta til tíu kíló­metr­ar af Hítará og það er lítið sem kem­ur í staðinn. Hún brýt­ur sér leið ofan í Tálma, en það verður ekki til mikið nýtt svæði við það.“

Sig­urður hyggst verða til­bú­inn með ein­hvers kon­ar sam­an­tekt í kvöld, en hann verður viðstadd­ur á íbúa­fundi í fé­lags­heim­il­inu Lyng­brekku vegna ham­far­anna. Fund­ur­inn hefst klukk­an 20 og er ætlaður til upp­lýs­ing­ar fyr­ir þá íbúa sveit­ar­fé­lags­ins sem tengj­ast ham­fara­svæðinu á ein­hvern hátt. Til fund­ar­ins hafa verið boðaðir full­trú­ar lög­reglu og al­manna­varna, Lands­bjarg­ar, Veður­stof­unn­ar, Land­græðslunn­ar, Veiðimála­stofn­un­ar, Bænda­sam­tak­anna og Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert