Slembilukka að ekki varð manntjón

Skriðan er talin ein sú stærsta á sögulegum tíma á …
Skriðan er talin ein sú stærsta á sögulegum tíma á Íslandi. mbl.is/Sumarliði Ásgeirsson

„Þarna átti nátt­úru­lega eng­inn von á neinu og var í sjálfu sér slemb­ilukka að þarna varð ekki mann­tjón,“ seg­ir Gunn­laug­ur Auðunn Júlí­us­son, sveit­ar­stjóri Borg­ar­byggðar, í sam­tali við frétta­stofu mbl.is um skriðuna sem féll í Hítará um helg­ina.

„Þarna var tófugreni sem fer und­ir skriðuna og fyr­ir­hugað var að liggja á,“ seg­ir Gunn­laug­ur. Hann seg­ir einnig að opna hafi átt fyr­ir veiði í þeim hluta ár­inn­ar þar sem skriðan féll á sunnu­dags­morg­un.

Boðað hef­ur verið til íbúa­fund­ar klukk­an átta í kvöld sem mun fara fram í fé­lags­heim­il­inu Lyng­brekku. Fund­ur­inn er ætlaður til upp­lýs­inga fyr­ir þá íbúa sveit­ar­fé­lags­ins sem tengj­ast svæðinu á ein­hvern hátt. Til fund­ar­ins hafa m.a. verið boðaðir full­trú­ar lög­reglu og al­manna­varna, Lands­bjarg­ar, Veður­stof­unn­ar, Land­græðslunn­ar, Veiðimála­stofn­un­ar og Bænda­sam­tak­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert