Löxum í Hítará gæti fækkað um 20%

„Þetta hefur ekki áhrif á þann fisk sem er að …
„Þetta hefur ekki áhrif á þann fisk sem er að koma í ána núna og ekki á næsta ári því seiðin eru farin út.“ Ljósmynd/svfr.is

„Við fór­um í það í gær að meta áhrif­in á búsvæðin. Þetta er stórt vatna­svæði, áin sjálf, Hítará, er um 32 kíló­metr­ar og hliðar­árn­ar marg­ar og mis­stór­ar, alls um 40 kíló­metr­ar. Þetta er heil­mikið flat­ar­mál af vatna­svæði sem fisk­ur­inn get­ur gengið um,“ seg­ir Sig­urður Már Ein­ars­son, fiski­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókn­ar­stofn­un, um áhrif skriðunn­ar úr Fagra­skóg­ar­fjalli á laxa­stofn­inn í Hítará.

„Rösk­un­in hef­ur áhrif á um 10 kíló­metra svæði, frá ár­mót­um Hít­ar­ár og Tálma og upp fyr­ir stífl­una, lónið sem þar mynd­ast,“ seg­ir Sig­urður og að þetta 10 kíló­metra langa svæði sé að mestu þurrt. „Við erum að meta það að heild­ar­fram­leiðslu­geta vatna­svæðis­ins minnki um 20%.“

Sig­urður seg­ir þessi áhrif ekki muna koma í ljós fyrr en eft­ir um tvö ár. „Þetta hef­ur ekki áhrif á þann fisk sem er að koma í ána núna og ekki á næsta ári því seiðin eru far­in út.“

Mörg­um spurn­ing­um er þó enn ósvarað að mati Sig­urðar, til að mynda hvort nýi far­veg­ur ár­inn­ar geti vegið upp á móti fyr­ir­ætluðum rösk­un­um á fram­leiðslu­getu. „Það er líka spurn­ing hvort það sé fisk­gengt þarna upp fyr­ir stífl­una. Það geta verið ein­hverj­ir stafl­ar og foss­ar í þessu sem hefta för fiska.“

Þurfa að bregðast við í sam­ráði

Þrátt fyr­ir að eig­in­leg áhrif á stofn­inn komi ekki fram strax er ljóst að skriðan mun hafa tals­verð áhrif á laxveiðina strax í sum­ar að sögn Sig­urðar. „Það eru fullt af veiðistöðum dottn­ir út og svo eru aðstæður til veiða mun verri. Það er ein­hver skol­lit­un í vatni, alls kon­ar mosi og slíkt sem vænt­an­lega mun valda erfiðleik­um í veiðinni.“

„Veiðifé­lagið og leigu­tak­ar þurfa að taka á því hvernig verður brugðist við í sam­ráði. Verk­efnið núna er að finna mót­vægisaðgerðir og finna út hvernig hægt er að lag­færa ástandið. Ég á eft­ir að hitta hags­munaaðila og fara bet­ur yfir það með þeim. Það er ým­is­legt sem kem­ur til greina.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert