Íhuga málsókn gegn ríkinu

mbl.is/Eggert

Hluti for­stöðumanna rík­is­stofn­ana íhug­ar hvort rétt sé að stefna rík­inu vegna loka­launa­ákvörðunar kjararáðs. Gríðarleg óánægja rík­ir inn­an Fé­lags for­stöðumanna rík­is­ins (FFR) að sögn for­manns þess. Frétta­blaðið grein­ir frá þessu í dag.

Í síðustu viku var síðasta launa­ákvörðun kjararáðs birt en stjórn­valdið var lagt niður um mánaðamót­in. Þar voru laun 48 for­stöðumanna hækkuð á einu bretti og var veg­in meðaltals­hækk­un tæp ell­efu pró­sent.

Menn fengu þó mis­mikið, sum­ir tæp tvö pró­sent en aðrir rúm tutt­ugu. Ekki er hægt að full­yrða ná­kvæm­lega um all­ar breyt­ing­ar þar sem kjararáð hafði í ein­hverj­um til­vik­um breytt laun­um ein­hverra á síðustu árum án þess að birta ákvörðun sína.

Frétt Frétta­blaðsins í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert