Enn ekki tímabært að meta skaðann

Skriðan sem féll úr Fagraskógafjalli er eins sú stærsta sem …
Skriðan sem féll úr Fagraskógafjalli er eins sú stærsta sem fallið hefur á Íslandi á sögulegum tíma. Ljósmynd/Mihails Ignats

„Það varð land und­ir skriðunni og það þarf ekki að meta það neitt nán­ar, það er bara ónýtt,“ seg­ir Finn­bogi Leifs­son, bóndi í Hít­ar­dal. Rúm­ar tvær vik­ur eru liðnar síðan geysi­lega stór grjót­skriða féll úr Fagra­skóga­fjalli skammt frá bæ Finn­boga.

Finn­bogi seg­ist enn ekki hafa getað metið þann skaða sem grjót­skriðan olli en svæðið sem varð und­ir henni er mest­megn­is gróið landsvæði. Hann seg­ir að tals­vert beiti­land hafi orðið und­ir en ekki sé tíma­bært að segja til um það hvort sauðfé hafi verið á svæðinu þegar skriðan féll.

Þá seg­ir Finn­bogi það eiga eft­ir að koma í ljós hvort skriðan og af­leiðing­ar henn­ar komi til með að hafa frek­ari áhrif á svæðið. „Það er spurn­ing hvort  Hítaráin komi til með að skemma eitt­hvað frá sér þegar það fer að aukast í henni vatn í vet­ur og vor. Það verður bara að koma í ljós.“

Við fall skriðunn­ar stíflaðist Hítará sem er ein vin­sæl­asta og besta laxveiðiá á Vest­ur­landi. Í fyrstu myndaðist lón ofan við skriðuna en eft­ir því sem það fyllt­ist fann áin sér nýj­an far­veg í þver­ánni Tálma sem sam­ein­ast Hítará 10-12 kíló­metr­um neðar.

Fisk­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un sagði í sam­tali við mbl.is stuttu eft­ir að skriðan féll að löx­um í ánni gæti fækkað um allt að 20%. Þau áhrif munu þó lík­lega ekki koma fram fyrr en eft­ir tvö ár.

Ólaf­ur Sig­valda­son, formaður veiðifé­lags Hít­ar­ár, sagði í sam­tali við mbl.is að veiði í ánni hefði gengið von­um fram­ar það sem af væri sum­ars. Strax eft­ir að skriðan féll gerði gróður í ánni veiðimönn­um erfitt fyr­ir en svo virðist sem það vanda­mál sé nú úr sög­unni í bili að minnsta kosti.

„Þetta er allt annað núna. Áin er bara nokkuð hrein og það er ágæt­is veiði í henni,“ seg­ir Ólaf­ur. Þá sé jafn­vel um þriðjungi meiri veiði en var í fyrra. „Þetta er al­veg frá­bært og lít­ur mjög vel út eins og er. Maður hef­ur ekki þekk­ingu á því hvað svona breyt­ing­ar hafa í för með sér en þetta lít­ur ágæt­lega út fyr­ir sum­arið og von­andi það næsta.“

Skriðan er ein sú stærsta sem fallið hef­ur á sögu­leg­um tíma á Íslandi. Sam­kvæmt mæl­ing­um Veður­stofu er hún 10-20 millj­ón­ir rúm­metra og er flat­ar­mál henn­ar um 1,5 millj­ón­ir fer­metra. Þá kom fram í frétt Veður­stofu um skriðuna sem birt­ist fyr­ir helgi að hreyf­ing hafi mælst á svæðinu áður en skriðan féll. Styrk­ir það þá túlk­un að fram­hlaup hafi venju­lega ein­hvern aðdrang­anda sem hægt sé að greina með gervi­tung­la­gögn­um og öðrum mæl­ing­um.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert