Stór sprunga í skriðusárinu

Sprungan hefur opnast á fjallinu skammt frá brotsári framhlaupsins.
Sprungan hefur opnast á fjallinu skammt frá brotsári framhlaupsins. Ljósmynd/Jens Þór Sigurðarson/Landhelgisgæslan

Stór sprunga hef­ur mynd­ast inn­an við skriðusárið í Fagra­dals­fjalli í Hít­ar­dal. Efnið mun lík­lega falla ofan á fram­hlaups­urðina sem myndaðist þegar skriðan féll. Þetta kem­ur fram í frétt á vef Veður­stof­unn­ar.

Að morgni 7. júlí féll stór skriða eða fram­hlaup úr Fagra­skóg­ar­fjalli í Hít­ar­dal. Skriðan fór yfir Hítará og stíflaði hana með þeim af­leiðing­um að lón myndaðist ofan skriðutung­unn­ar.

Sprung­an upp­götvaðist síðustu helgi þegar starfs­menn Land­helg­is­gæsl­unn­ar voru með æf­ing­ar í grennd við fram­hlaupið í Hít­ar­dal. Sprung­an hef­ur opn­ast á fjall­inu skammt frá brotsári fram­hlaups­ins og er á sömu slóðum og hrunið sem varð úr toppi fram­hlaups­ins 13. júlí í inn­an­verðu skriðusár­inu.

Hild­ur María Friðriks­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, seg­ir í sam­tali við mbl.is að sprung­an hafi mynd­ast á síðustu tveim­ur til þrem­ur vik­um, ef litið er til loft­mynda af svæðinu. Hún seg­ir það eðli­legt að óstöðug­leiki mynd­ist á svæðinu eft­ir svona stóra skriðu. Sér­fræðing­ar á sviði skriðufalla rann­saka nú sprung­una og bú­ast má við frek­ari niður­stöðum á næstu dög­um. 

Veður­stof­an grein­ir frá því að spild­an sem hef­ur losnað frá brún fjalls­ins er á bil­inu 50-150 þúsund rúm­metr­ar en hrun af þess­ari stærðargráðu er ekki talið geta borist langt niður á lág­lendi og mun efnið lík­lega falla ofan á fram­hlaups­urðina sem myndaðist í júlí.  

Al­gengt er að hreyf­ing­ar eða hrun eigi sér stað í sár­um þar sem fram­hlaup eða stór­ar skriður hafa átt sér stað og vill Veður­stof­an því ít­reka að fólk ætti ekki að vera í nán­asta ná­grenni við skriðuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert