Gætu verið ár í að klöppin hrynji

Þessa drónamynd tók Jens Þór Sigurðarson, starfsmaður Landhelgisgæslunnar í gær. …
Þessa drónamynd tók Jens Þór Sigurðarson, starfsmaður Landhelgisgæslunnar í gær. Stefnt er á að mynda klöppina aftur síðar í vikunni. Ljósmynd/Jens Þór Sigurðarson

Ár gætu liðið þar til klöpp á Fagra­skóg­ar­fjalli, þar sem sprunga myndaðist á dög­un­um, hryn­ur. Þetta seg­ir Sveinn Brynj­ólfs­son, jarðeðlis­fræðing­ur á Veður­stof­unni, í sam­tali við mbl.is. Ómögu­legt sé að segja til um hvenær hún gef­ur sig.

Stór sprunga hef­ur mynd­ast inn­an við skriðusárið í Fagra­dals­fjalli í Hít­ar­dal og mun klöpp­in, sem hún af­mark­ar, lík­lega falla ofan á fram­hlaups­urðina sem myndaðist þegar skriðan féll, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu Veður­stof­unn­ar frá í gær.

Sprung­an upp­götvaðist um helg­ina þegar starfs­menn Land­helg­is­gæsl­unn­ar voru við æf­ing­ar í grennd við Hít­ar­dal. Að sögn Sveins er óvíst hvenær hún myndaðist, en það hef­ur verið eft­ir 4. ág­úst því þann dag þann dag var flogið yfir svæðið.

Hann ít­rek­ar að fólk ætti ekki að vera í ná­grenni við skriðuna. „Það tek­ur marga mánuði fyr­ir svæðið að vera ör­uggt á ný,“ seg­ir hann og bend­ir á skriðu sem féll í Öskju 2014 en þar hrundi úr sári 

Klöppin mun líklega hrynja ofan á framhlaupsurðina sem myndaðist þegar …
Klöpp­in mun lík­lega hrynja ofan á fram­hlaups­urðina sem myndaðist þegar skriðan féll. Ljós­mynd/​Mihails Ignats
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert