Leggja til friðlýsingu þriggja svæða

Mælifell er á því vatnasviði Hólmsár, ofan Einhyrnings, sem lagt …
Mælifell er á því vatnasviði Hólmsár, ofan Einhyrnings, sem lagt er til að verði friðað fyrir orkunýtingu. mbl.is/RAX

Um­hverf­is­stofn­un hef­ur lagt fram til kynn­ing­ar friðlýs­ingu þriggja svæða á há­lend­inu fyr­ir orku­notk­un á grund­velli flokk­un­ar þeirra í vernd­ar­flokk ramm­a­áætl­un­ar. Svæðin sem um ræðir eru vatna­svið Hólms­ár, Jök­ul­falls og Hvítár og Tungna­ár. Þetta er í fyrsta skipti sem send­ar eru út til um­sagn­ar til­lög­ur að friðlýs­ing­um ein­vörðungu á grunni ramm­a­áætl­un­ar.

Friðlýs­ing­in nær ekki til virkj­ana­hug­mynda sem komið hafa til um­fjöll­un­ar og eru neðar í vatna­sviði ánna.

Stórt skref í nátt­úru­vernd

„Þess­ar friðlýs­ing­ar eru stórt skref í nátt­úru­vernd á Íslandi og loks­ins sjá­um við til lands

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra.

hvað varðar að upp­fylla laga­skyld­ur okk­ar um vernd svæða í ramm­a­áætl­un,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra. „Fleiri svæði koma á næstu vik­um.“

Svæðin hafa öll verið í vernd­ar­flokki ramm­a­áætl­un­ar sam­kvæmt samþykkt Alþing­is frá ár­inu 2013. Frest­ur til at­huga­semda við friðlýs­ing­ar­til­lög­urn­ar er til og með 14. des­em­ber.

Í ramm­a­áætl­un eru virkj­ana­kost­ir sem fram koma flokkaðir í þrjá flokka: Nýt­ing­ar­flokk, biðflokk og vernd­ar­flokk. Til að tryggja end­an­lega vernd­un eru svæði friðlýst. 

Guðmund­ur Ingi kynnti áform um átak í friðlýs­ing­ar­mál­um á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í sum­ar. Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar er kveðið á um slíkt átak, þar með talið að friðlýsa svæði sem eru í vernd­ar­flokki ramm­a­áætl­un­ar, svæði á eldri nátt­úru­verndaráætl­un sem og að beita friðlýs­ing­um sem stjórn­tæki á viðkvæm­um svæðum sem eru und­ir álagi ferðamanna.

Tillaga að friðlýsingu vatnasviðs Jökulfalls og Hvítár í Árnessýslu.
Til­laga að friðlýs­ingu vatna­sviðs Jök­ul­falls og Hvítár í Árnes­sýslu. Af vef Um­hverf­is­stofn­un­ar

Varðandi friðlýs­ing­ar­til­lög­urn­ar sem nú hafa verið kynnt­ar bend­ir Guðmund­ur á að til­lög­urn­ar miði að því að um­rædd svæði verði friðuð fyr­ir orku­notk­un sam­kvæmt lög­um um ramm­a­áætl­un. Ekki sé verið að fjalla um aðra friðlýs­ingu, s.s. vegna annarr­ar land­nýt­ing­ar. Á þeim verða hins veg­ar ekki reist­ar stærri virkj­an­ir. Í heild eru í vernd­ar­flokki rúm­lega tíu svæði með um tutt­ugu virkj­ana­kost­um sem ekki njóta enn friðlýs­ing­ar.

Minni virkjarn­ir ekki í ramm­a­áætl­un

Í ramm­a­áætl­un er ekki fjallað um virkj­ana­kosti á vatns­afli sem eru und­ir 10 MW og í jarðvarma und­ir 50 MW. Hug­mynd­um um slík­ar virkj­an­ir hef­ur fjölgað nokkuð síðustu ár og fara því ekki til um­fjöll­un­ar í verk­efna­stjórn ramm­a­áætl­un­ar hverju sinni. Guðmund­ur Ingi seg­ir til greina koma að end­ur­skoða þessi stærðarmörk.

„Við höf­um séð ýms­ar virkj­ana­hug­mynd­ir skjóta upp koll­in­um sem eru rétt und­ir tíu mega­vött­um en gætu valdið um­tals­verðum og jafn­vel heil­mikl­um um­hverf­isáhrif­um. Þannig að ég tel að það sé framtíðar­verk­efni að end­ur­skoða þessi viðmið.“

Tillaga að friðlýsingu vatnasviðs Hólmsár.
Til­laga að friðlýs­ingu vatna­sviðs Hólms­ár. Af vef Um­hverf­is­stofn­un­ar

Að lokn­um kynn­ing­ar­tíma til­lagn­anna tek­ur Um­hverf­is­stofn­un sam­an um­sögn um fram­komn­ar at­huga­semd­ir og vís­ar til­lögu að friðlýs­ing­ar­skil­mál­um til ráðherra.

Rann­saka efna­hags­leg áhrif

Guðmund­ur Ingi seg­ir að í tengsl­um við átak í friðlýs­ing­um sé verið að efla vinnu við að greina tæki­færi sem geta fal­ist í friðlýs­ing­um, þ.e. efna­hags­leg tæki­færi byggða með til­liti til byggðaþró­un­ar. „Í því til­liti sett­um við í gang fyrr á þessu ári rann­sókn á efna­hags­leg­um áhrif­um ell­efu friðlýstra svæða á land­inu,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi en rann­sókn­in er unn­in af Hag­fræðistofn­un Há­skóla Íslands. Þar er fylgt aðferðafræði sem beitt hef­ur verið í Banda­ríkj­un­um og Finn­landi. Henni hef­ur þegar verið beitt á eitt friðlýst svæði á Íslandi: Þjóðgarðinn Snæ­fells­jök­ul.

„Niðurstaða þeirr­ar rann­sókn­ar var sú að friðlýs­ing­in skilaði 3,9 millj­örðum króna ár­lega í þjóðarbúið og af því yrðu um 1,8 millj­arðar eft­ir heima í héraði.“

Ráðherr­ann seg­ist eiga von á að niður­stöðurn­ar liggi fyr­ir nú í haust og verði kynnt­ar á Um­hverf­isþingi í byrj­un nóv­em­ber. „Með þessu erum við að reyna að auka þekk­ingu á efna­hags­legu mik­il­vægi friðlýstra svæða fyr­ir þjóðfé­lagið og nærsam­fé­lagið.“

Styrkja byggðir með friðlýs­ing­um

Að auki verður senn ýtt úr vör verk­efni þar sem greina á tæki­færi byggða á svæðum sem eru á eldri nátt­úru­verndaráætl­un­um en hafa ekki enn verið friðlýst. „Það er ekk­ert laun­ung­ar­mál að það hef­ur gengið mjög hægt að friðlýsa ýmis svæði sem eru á nátt­úru­verndaráætl­un­um,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi. „Þetta er okk­ar leið til þess að nálg­ast viðfangs­efnið út frá bæði nátt­úru­vernd og efna­hags­leg­um hags­mun­um. Mark­miðið er að styrkja með friðlýs­ing­um, ekki bara vernd nátt­úr­unn­ar, held­ur líka byggðaþróun, sér­stak­lega í dreifðari byggðum, greina hvaða tæki­færi fel­ast í því fyr­ir þess­ar byggðir að svæði hljóti friðlýs­ingu og fái þar með ákveðinn sess, nokk­urs kon­ar merkimiða, enda merki­leg og mik­il­væg nátt­úru­vernd­ar­lega séð.“

Tillaga að friðlýsingu vatnasviðs Jökulfalls og Hvítár í Árnessýslu.
Til­laga að friðlýs­ingu vatna­sviðs Jök­ul­falls og Hvítár í Árnes­sýslu. Af vef Um­hverf­is­stofn­un­ar

Hag­fræðistofn­un Íslands vinn­ur nú að rann­sókn­aráætl­un í tengsl­um við þetta verk­efni. Guðmund­ur von­ast til að verk­efnið geti svo haf­ist bráðlega. Hann seg­ir ekki end­an­lega búið að ákveða hvaða svæði verða fyr­ir val­inu en að við valið sé litið til eldri nátt­úru­verndaráætl­ana og mögu­lega annarra svæða. „Þetta er verk­efni sem þarf að vinna með heima­fólki al­veg frá upp­hafi.“

Guðmund­ur Ingi seg­ir mik­il­vægt að fræða fólk um hvað felst í því þegar svæði er friðlýst. Marg­ir flokk­ar friðlýs­inga séu í boði. „Það er út­breidd mýta að það að friðlýsa eitt­hvað þýði að þar með megi lítið sem ekk­ert aðhaf­ast í fram­hald­inu. En inn­an friðlýstra svæða, eins og Vatna­jök­ulsþjóðgarður er gott dæmi um, er rými fyr­ir ákveðna land­nýt­ingu, svo sem beit og veiðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert