Vilja friðlýsa Dranga á Ströndum

Drangaskörð í Árneshreppi.
Drangaskörð í Árneshreppi. mbl.is/Sigurður Bogi

Tek­in hef­ur verið ákvörðun um það af hálfu eig­enda jarðar­inn­ar Dranga í Árnes­hreppi á Strönd­um að kanna fýsi­leika þess að friðlýsa jörðina að hluta eða öllu leyti og hef­ur grein­ar­gerð þess efn­is verið send til um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins. Mark­miðið er ekki síst að sögn eig­enda að verj­ast vax­andi ásókn sterkra aðila til að nýta vatns­föll og vatna­svæði til virkj­ana eða annarra at­hafna en til stend­ur að reisa Hvalár­virkj­un í hreppn­um.

Fram kem­ur í grein­ar­gerðinni að Drang­ar séu land­nám­sjörð, þar hafi numið land Þor­vald­ur Ásvalds­son, faðir Ei­ríks rauða sem síðar flutti til Græn­lands, en Ei­rík­ur var faðir Leifs heppna Ei­ríks­son­ar. Þar seg­ir enn frem­ur að Ei­rík­ur hafi búið á Dröng­um eft­ir föður sinn og færa megi lík­ur að því að jörðin sé fæðing­arstaður Leifs son­ar hans. Jörðin er yfir 100 fer­kíló­metr­ar að flat­ar­máli og nær frá hábungu Dranga­jök­uls að sjó á milli Bjarn­ar­fjarðar og Dranga­vík­ur.

Mik­il nátt­úru­feg­urð á svæðinu

„Tveir ein­stak­ling­ar eiga nú lög­heim­ili að Dröng­um og er þar stunduð at­vinnu­starf­semi, s.s. dún­tekja, fisk­veiðar, sel­veiði og rekaviðarnytj­ar. Eitt íbúðar­hús og þrjú sum­ar­hús eru á Dröng­um. Í deili­skipu­lagi fyr­ir jörðina er gert ráð fyr­ir 14 sum­ar­húsalóðum við heima­tún­in. Vega­sam­band er ekki við Dranga og sam­göng­ur því á sjó,“ seg­ir enn frem­ur í grein­ar­gerðinni.

Sömu­leiðis kem­ur fram að land jarðar­inn­ar sé að lang­mestu leyti óbyggð víðerni. „Lands­lag er til­komu­mikið, jarðfræði fjöl­breyti­leg, gróðurfar sér­stakt og nátt­úru­feg­urð al­mennt mik­il á svæðinu. Dal­ir og hvilft­ir eru grafn­ar af jökl­um ís­ald­ar í al­mennt eins­leit­an og mjög reglu­leg­an jarðlag­astafla. Á milli basalt­hraun­laga eru rauðleit set­lög, oft­ast forn jarðveg­ur að upp­runa. Víðern­is­upp­lif­un er mik­il og svæðið nær óraskað. Svæðið er hluti af víðáttu­mesta sam­fellda óbyggða víðerni á Vest­fjörðum.“

Þing­lýst­ur eig­andi jarðar­inn­ar Dranga er fé­lagið Forna­sel ehf., en hluta­haf­ar eru börn og barna­börn Krist­ins Halls Jóns­son­ar og Önnu Jakobínu Guðjóns­dótt­ur, sem voru síðustu ábú­end­ur að Dröng­um. Tek­in var ákvörðun um að kanna með mögu­lega friðlýs­ingu á fundi eig­enda jarðar­inn­ar í síðusta mánuði og hef­ur verið óskað eft­ir fundi með Guðmundi Inga Guðbrands­syni um­hverf­is­ráðherra hið fyrsta um málið.

Vilja verj­ast ásókn sterkra aðila

Rakið er í bréfi til um­hverf­is­ráðherra að á fundi land­eig­end­anna í síðasta mánuði hafi komið fram af­drátt­ar­laus sjón­ar­mið um mik­il­vægi þess að huga að vernd­un víðerna á Strönd­um. Land­eig­end­ur horfi einkum til vax­andi ásókn­ar sterkra aðila til að nýta vatns­föll og vatna­svæði til virkj­ana eða annarra at­hafna. Vilji eig­enda standi til þess að beita sér fyr­ir vernd­un þeirra miklu víðerna er til­heyra jörðinni í þeim til­gangi að núlif­andi fólk og kyn­slóðir framtíðar gætu notið þeirra óspilltra og óraskaðra.

„Við fór­um að tala um þessa friðlýs­ingu fyr­ir mörg­um árum, systkin­in. Við nytj­um enn jörðina og höf­um hugsað okk­ur að gera það áfram, enda telj­um við það fara vel sam­an við friðlýs­ingu henn­ar. Nú höf­um við loks­ins stigið þetta skref, og haft frum­kvæði að því að tala við stjórn­völd um það og eig­um ekki von á öðru en að hug­mynd­um okk­ar verði vel tekið. Von­um við að þetta hreyfi líka við fleir­um, bæði á Strönd­um og á öðrum stöðum á land­inu þar sem við eig­um enn þá víðerni,“ seg­ir Sveinn Krist­ins­son, einn eig­end­anna.

Frá Árneshreppi.
Frá Árnes­hreppi. mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert