Landvernd safnar undirskriftum

Til stendur að reisa Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum.
Til stendur að reisa Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum. mbl.is/Golli

Land­vernd hef­ur hafið söfn­un und­ir­skrifta til þess að hvetja til friðlýs­ing­ar á áhrifa­svæði Hvalár­virkj­un­ar, sem er fyr­ir­huguð á óbyggðum víðern­um á Strönd­um.

„Virkj­un mun valda óaft­ur­kræf­um spjöll­um á ein­stöku lands­svæði. Vegna virkj­un­ar­inn­ar þarf að reisa fimm stífl­ur, mynda fjög­ur lón, grafa skurði og göng, reisa stöðvar­hús og leggja vegi. Stíflug­arðarn­ir verða á hæð við tíu og tólf hæða blokk­ir á heiði þar sem nátt­úr­an ræður nú ein ríkj­um. Gríðar­stórt uppistöðulón mun drekkja fjöl­mörg­um stöðuvötn­um og þurrka upp tugi fossa, þar á meðal Drynj­anda sem er eitt stór­brotn­asta vatns­fall Íslands,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Land­vernd.

„Svæðið er metið mjög verðmætt óraskað af Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands og sam­kvæmt áliti Skipu­lags­stofn­un­ar eru um­hverf­isáhrif virkj­un­ar­inn­ar tal­in veru­lega nei­kvæð og sam­fé­lags­leg áhrif óveru­leg. Í skýrslu Hag­fræðistofn­un­ar kem­ur fram að ávinn­ing­ur af friðlýs­ingu er ótví­ræður til langs tíma og ný skýrsla En­vironice sýn­ir að friðlýs­ing svæðis­ins er hag­felld­ari en virkj­un fyr­ir Árnes­hrepp.

Með und­ir­skrift­ar­söfn­un­inni er skorað á um­hverf­is- og auðlindaráðherra og for­stjóra Um­hverf­is­stofn­un­ar að hraða vinnu við  á áhrifa­svæði Hvalár­virkj­un­ar, Dranga­jök­uls­svæðinu, þannig að hægt sé að leggja friðlýs­ing­una fyr­ir Alþingi á haustþingi. Jafn­framt er biðlað til hrepps­nefnd­ar Árnes­hrepps að taka til skoðunar friðlýs­ingu á óbyggðum víðern­um á skipu­lags­svæði hrepps­ins í stað Hvalár­virkj­un­ar,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Hér er hægt að skrifa und­ir 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert