Glitnir tapaði í Hæstarétti

Hæstirétt­ur hef­ur staðfest dóm Lands­rétt­ar í máli Glitn­is HoldCo gegn Stund­inni og Reykja­vík Media. Glitni er gert að greiða hvoru fé­lagi um sig 1,2 millj­ón­ir króna í  máls­kostnað fyr­ir Lands­rétti.

Haustið 2017 birt­ist í viku­blaðinu Stund­inni og í vefút­gáfu sama blaðs viðamik­il fréttaum­fjöll­un um viðskipti þáver­andi for­sæt­is­ráðherra og skyld­menna hans við Glitni HoldCo ehf. í aðdrag­anda banka­hruns­ins í októ­ber 2008.

Vísað var til þess að upp­lýs­ing­arn­ar um um­rædd viðskipti hefðu komið fram í gögn­um sem rekja mætti til for­vera Glitn­is HoldCo ehf. sem Stund­in hefði und­ir hönd­um og ynni úr í sam­starfi við Reykja­vík Media og breska fjöl­miðil­inn The Guar­di­an.

Í októ­ber 2017 fékk Glitn­ir lagt lög­bann við því að Stund­in birti frétt­ir eða aðra um­fjöll­un, sem byggð væri á eða unn­in upp úr gögn­um eða kerf­um Glitn­is sem und­ir­orp­in væru trúnaði sam­kvæmt 58. gr. laga nr. 161/​2002 um fjár­mála­fyr­ir­tæki.

Héraðsdóm­ur og Lands­rétt­ur höfnuðu staðfest­ingu lög­banns­ins og við veit­ingu áfrýj­un­ar­leyf­is til Hæsta­rétt­ar var tekið fram að lög­bannið hefði fallið úr gildi sam­kvæmt 2. mgr. 39. gr. laga nr. 31/​1990 um kyrr­setn­ingu, lög­bann o.fl.

Á hinn bóg­inn samþykkti Hæstirétt­ur að taka til úr­lausn­ar ágrein­ing aðila ann­ars veg­ar um hvort blaðamönn­um Stund­ar­inn­ar yrði gert að svara fyr­ir dómi nán­ar til­greind­um spurn­ing­um sem lutu að til­vist, efni og vörsl­um þeirra gagna sem fréttaum­fjöll­un­in hefði tekið til og hins veg­ar hvort um­fjöll­un­in hefði falið í sér brot gegn 58. gr. laga nr. 161/​2002, 71. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar og 8. gr. mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

Hvað varðaði fyrr­greinda ágrein­ings­efnið tók Hæstirétt­ur fram að sam­kvæmt orðanna hljóðan miðist vernd a. liðar 2. mgr. 53. gr. laga nr. 91/​1991 um meðferð einka­mála sem og ákvæði 25. gr. laga nr. 38/​2011 um fjöl­miðla fyrst og fremst við það að óheim­ilt sé að upp­lýsa um það hver sé heim­ild­armaður í skiln­ingi lag­anna. Með hliðsjón af at­huga­semd­um við síðast­greint ákvæði, ákvæðum 73. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar og 10. gr. mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu og að virtri dóma­fram­kvæmd Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu var talið að heim­ilda­vernd blaðamanna væri ætluð rýmri þýðing en svo.

Í henni fæl­ist jafn­framt sá áskilnaður að blaðamanni yrði ekki gert skylt að veita upp­lýs­ing­ar sem gætu leitt til þess að kennsl yrðu bor­in á heim­ild­ar­mann­inn. Þá yrði að ætla blaðamanni veru­legt svig­rúm til þess að meta hvort svör við spurn­ing­um tengd­um til­vist slíkra gagna kynni hugs­an­lega að veita vís­bend­ing­ar um hver heim­ild­armaður­inn væri. Var því fall­ist á með héraðsdómi og Lands­rétti að vitn­un­um yrði ekki gert skylt að svara um­rædd­um spurn­ing­um.

Hvað varðaði síðargreinda ágrein­ings­efnið taldi Hæstirétt­ur að 58. gr. laga nr. 161/​2002 full­nægði þeirri kröfu 3. mgr. 73. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar og 10. gr. mann­rétt­inda­sátt­mál­ans að sú skerðing sem ákvæðið hefði í för með sér á tján­ing­ar­frelsi ætti sér stoð í lög­um og stefndi að lög­mætu mark­miði. Við mat á nauðsyn þeirr­ar tak­mörk­un­ar, sem fólst í viður­kenn­ing­ar­kröfu Glitn­is HoldCo um bann við miðlun gagn­anna og upp­lýs­inga úr þeim, vægj­ust á frelsi fjöl­miðla til að gera al­menn­ingi grein fyr­ir þeim upp­lýs­ing­um sem þar komu fram og rétt­ur viðskipta­manna Glitn­is HoldCo til banka­leynd­ar og friðhelgi einka­lífs. Vísað var til þess að meta þyrfti um­fjöll­un­ina með heild­stæðum hætti en þegar lög­bannið var sett á hefðu ein­ung­is 12 dag­ar verið í að kosið yrði til Alþing­is.

Þá hefði meg­inþungi um­fjöll­un­ar­inn­ar lotið að viðskipt­um þáver­andi for­sæt­is­ráðherra (Bjarna Bene­dikts­son­ar) og aðila hon­um tengd­um. Áréttað var að rétt­ur­inn til að fjalla op­in­ber­lega um mál­efni kjör­inna stjórn­mála­manna væri rýmri held­ur en ella, auk þess sem hafa þyrfti í huga stöðu Stund­ar­inn­ar og Reykja­vík­ur Media sem fjöl­miðla og það hlut­verk sem þeir gegna í lýðræðisþjóðfé­lagi. Var því einnig fall­ist á með héraðsdómi og Lands­rétti að um­rædd fréttaum­fjöll­un hafi verið heim­il, að því er seg­ir í reif­un Hæsta­rétt­ar. 

Dóm­inn má lesa í heild hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert