Ekki vitað hverjir fengu launahækkun

Erfitt er að fá upplýsingar um hverjir fengu launahækkun með …
Erfitt er að fá upplýsingar um hverjir fengu launahækkun með ákvörðun kjararáðs 2011. mbl.is/Golli

Enn hef­ur ekki feng­ist upp­lýst hvaða for­stöðumenn rík­is­stofn­anna fengu launa­hækk­un sam­kvæmt úr­sk­urði kjararáðs 21. des­em­ber árið 2011. Hingað til hef­ur mbl.is aðeins fengið staðfest að laun for­stjóra Land­spít­ala hafi hækkað um 214 þúsund krón­ur á mánuði með úr­sk­urði ráðsins.

Fjár­málaráðuneytið hef­ur af­hent mbl.is fund­ar­gerð kjararáðs frá 21. des­em­ber 2011 þegar um­rædd­ur úr­sk­urður var kveðinn upp. Í fund­ar­gerðinni seg­ir að úr­sk­urður­inn hafi verið und­ir­ritaður og að „ákvörðun kjararáðs um mánaðarlaun og ein­inga­fjölda verður birt með bréf­um sem send verða hverj­um og ein­um.“

Haft var sam­band við fjár­málaráðuneytið og óskað eft­ir fund­ar­gerðinni í kjöl­far um­fjöll­un­ar mbl.is um að í úr­sk­urði seg­ir einnig að „ákvörðun kjararáðs um mánaðarlaun og ein­inga­fjölda verður birt með bréf­um sem send verða hverj­um og ein­um.“

Það er því með öllu óljóst hvort aðrir for­stöðumenn rík­is­stofn­anna – og þá hverj­ir – fengu launa­hækk­un með samþykkt ráðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert