Uppbyggingu í Kerlingarfjöllum verði frestað

Í valkosti 4 er gert ráð fyrir að nær allar …
Í valkosti 4 er gert ráð fyrir að nær allar eldri byggingar yrðu fjarlægðar og fjórar nýjar gistiálmur byggðar. Skjáskot/Umhverfismatsskýrsla Mannvits

Skipu­lags­stofn­un tel­ur að fresta eigi ákvörðunum um viðamikla upp­bygg­ingu Fann­borg­ar á há­lend­ismiðstöð í Kerl­ing­ar­fjöll­um m.a. vegna þess að fyr­ir­hugað er að leggja heild­armat á þörf fyr­ir ferðaþjón­ustu­upp­bygg­ingu á miðhá­lend­inu og að stjórn­völd stefna að stofn­un þjóðgarðs á því svæði og er þegar unnið að und­ir­bún­ingi hans.

Þetta kem­ur fram í áliti stofn­un­ar­inn­ar á um­hverf­isáhrif­um fyr­ir­hugaðrar upp­bygg­ing­ar Fann­borg­ar í Kerl­ing­ar­fjöll­um.

Fann­borg, sem rek­ur ferðaþjón­ustu í Kerl­ing­ar­fjöll­um, hef­ur kynnt áform um veru­lega upp­bygg­ingu þar. Í mats­skýrslu kynn­ir fyr­ir­tækið fjóra val­kosti: Val­kost 1 sem felst í nú­ver­andi mann­virkj­um og starf­semi auk úr­bóta á frá­veitu og val­kosti 2-4 sem fela í sér mis­mikla upp­bygg­ingu og mis­mun­andi út­færslu, en eiga það sam­eig­in­legt að megin­áhersl­an er á gist­ingu í hót­el-/​gisti­heim­ilag­ist­ingu, auk veit­ing­a­rekstr­ar.

Núverandi mannvirki í Ásgarði, Kerlingarfjöllum, og afmörkun nýrra bygginga samkvæmt …
Nú­ver­andi mann­virki í Ásgarði, Kerl­ing­ar­fjöll­um, og af­mörk­un nýrra bygg­inga sam­kvæmt val­kosti 1 og 4. Skjá­skot úr um­hverf­is­mats­skýrslu Mann­vits

Í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar kem­ur fram að um­fang upp­bygg­ing­ar sam­kvæmt val­kost­um 3 og 4 yrði án for­dæma í há­lend­ismiðstöðvum á miðhá­lend­inu og jafn­framt með stærstu gististöðum á land­inu utan höfuðborg­ar­svæðis­ins, en þeir fela báðir í sér gisti­stað fyr­ir ná­lægt 300 gesti.

Stofn­un­in bend­ir á að um langt skeið hef­ur verið við lýði sú stefna, sem nú er sett fram í Lands­skipu­lags­stefnu 2015–2026, að á miðhá­lend­inu skuli öll upp­bygg­ing taka mið af sér­stöðu há­lend­is­ins og að standa skuli vörð um nátt­úru og lands­lag miðhá­lend­is­ins. Um ferðaþjón­ustu­upp­bygg­ingu seg­ir í lands­skipu­lags­stefnu að gæta verði að því að óbyggðaupp­lif­un og nátt­úru­gæði skerðist sem minnst vegna mann­virkja og um­ferðar. Jafn­framt skuli upp­bygg­ing ferðamannaaðstöðu á miðhá­lend­inu vera tak­mörkuð en ferðafólki um miðhá­lendið standa til boða viðeig­andi mann­virki og þjón­usta, m.a. með til­liti til álagsþols nátt­úr­unn­ar.

Um há­lend­ismiðstöðvar seg­ir m.a. að þar fel­ist þjón­ust­u­starf­semi fyrst og fremst í rekstri gist­ing­ar og tjaldsvæða auk fræðslu og eft­ir­lits, en einnig geti verið um ein­hvern versl­un­ar- og veit­ing­a­rekst­ur að ræða. Gist­ing skuli al­mennt vera í gistiskál­um, auk tjaldsvæða. Einnig sé mögu­leiki á að bjóða upp á hót­el- og gisti­heim­ilag­ist­ingu, enda sé slík gist­ing aðeins hluti gistifram­boðs á viðkom­andi stað og falli að öllu leyti að kröf­um um óbyggðaupp­lif­un.

Samanburður á valkosti 1, sem er óbreytt ástand, og valkosti …
Sam­an­b­urður á val­kosti 1, sem er óbreytt ástand, og val­kosti 2. Skipu­lags­stofn­un tel­ur að val­kost­ur 2 geti falið í sér óveru­leg áhrif á ferðaþjón­ustu, úti­vist, lands­lag og nátt­úruf­ar. Skjá­skot/​Um­hverf­is­mats­skýrsla Mann­vits

„Kerl­ing­ar­fjöll eru sér­stakt og viðkvæmt svæði sem end­ur­spegl­ast í marg­vís­leg­um vernd­ar­á­kvæðum sem um það gilda og er nú unnið að friðlýs­ingu Kerl­ing­ar­fjalla,“ seg­ir í áliti stofn­un­ar­inn­ar. „Há­hita­svæðið þar ein­kenn­ist af mik­illi hvera­virkni og um­mynd­un og telst hafa mjög hátt vernd­ar­gildi og vera fá­gætt á heimsvísu. Meiri­hluti há­hita­svæðis­ins er óraskaður og er það eitt af fáum óröskuðum há­hita­svæðum á Íslandi.“

Skipu­lags­stofn­un tel­ur  fram­lögð gögn benda til þess að farið verði yfir þol­mörk nátt­úru­ferðamennsku og nátt­úru svæðis­ins ef ferðamönn­um í Kerl­ing­ar­fjöll­um fjölg­ar mikið um­fram það sem orðið er. Veru­leg upp­bygg­ing gisti- og veit­ingaþjón­ustu í Kerl­ing­ar­fjöll­um sé til þess fall­in að fjölga ferðamönn­um og álagi á svæðinu. Ætla megi, ef ferðamönn­um í Kerl­ing­ar­fjöll­um fjölgi mikið frá því sem nú er, að Kerl­ing­ar­fjöll breyt­ist sem ferðamannastaður, þ.e. frá ferðamennsku sem felst í að upp­lifa óraskaða nátt­úru og kyrrð og ró, án um­merkja um fjölda­ferðamennsku. Þannig muni veru­leg fjölg­un ferðamanna í Kerl­ing­ar­fjöll­um geta leitt til skerðing­ar á óbyggðaupp­lif­un og þar með víðern­um, jafn­framt því sem álag yk­ist á viðkvæm­ar jarðminj­ar og gróður á há­hita­svæðunum.

Hvað varðar um­fang og eðli fyr­ir­hugaðrar upp­bygg­ing­ar og starf­semi sam­kvæmt val­kost­um 3 og 4, þá feli hún í sér stefnu­breyt­ingu frá því sem gild­ir sam­kvæmt lands­skipu­lags­stefnu og skipu­lagi fyr­ir svæðið og jafn­framt for­dæmi fyr­ir upp­bygg­ingu ferðaþjón­ust­ustaða al­mennt á miðhá­lend­inu.Það sama á að mati stofn­un­ar­inn­ar við val­kost 2 hvað varðar eðli þeirr­ar gistiþjón­ustu sem þar er fyrst og fremst áformuð.

Skipu­lags­stofn­un tel­ur mik­il­vægt að líta heild­stætt á þróun ferðaþjón­ustu­upp­bygg­ing­ar á miðhá­lend­inu. Sam­kvæmt lands­skipu­lags­stefnu er fyr­ir­hugað að leggja heild­armat á þörf fyr­ir ferðaþjón­ustu­upp­bygg­ingu á miðhá­lend­inu og end­ur­skoða fyr­ir­liggj­andi stefnu um út­færslu vega þar. Þá stefna stjórn­völd að stofn­un þjóðgarðs á miðhá­lend­inu og er unnið að und­ir­bún­ingi hans. Tel­ur Skipu­lags­stofn­un að við þess­ar aðstæður beri að fresta ákvörðunum um jafn viðamikla upp­bygg­ingu og val­kost­ir 3 og 4, sam­kvæmt til­lög­um Fann­borg­ar, fela í sér.

Í valkosti 3, sem hér er sýndur, er gert ráð …
Í val­kosti 3, sem hér er sýnd­ur, er gert ráð fyr­ir að eldri bygg­ing­um hafi fækkað en gisti­álm­ur bæt­ist við þannig að heim­ild deili­skipu­lags og aðal­skipu­lags Hruna­mann­hrepps verði full­nýtt, hvað fjölda gist­i­rýma varðar. Byggðar yrðu tvær gisti­álm­ur, hvor um sig með 40 tveggja manna her­bergj­um. Sam­tals verður þar gistipláss fyr­ir 160 manns. Skjá­skot/​Um­hverf­is­mats­skýrsla Mann­vits

Upp­bygg­ing af þeirri stærðargráðu geti haft veru­leg nei­kvæð áhrif á upp­lif­un ferðamanna af svæðinu og þol­mörk ferðamennsku og breytt var­an­lega sam­setn­ingu ferðamanna og upp­lif­un þeirra af svæðinu. Upp­bygg­ing, sam­kvæmt val­kost­um 3 og 4, geti að sama skapi haft veru­leg nei­kvæð áhrif á lands­lag, jarðmynd­an­ir og gróður. Fjölg­un ferðamanna og breytt eðli ferðamennsku á svæðinu valdi álagi á jarðmynd­an­ir og gróður og rýri óbyggðaupp­lif­un á svæði með mjög hátt vernd­ar­gildi. Val­kost­ur 1 fel­ur í sér nú­ver­andi mann­virki og starf­semi, þannig að lík­legt er að áhrif hans séu þegar kom­in fram.

Val­kost­ur 2 fel­ur í sér óveru­lega fjölg­un gisti­rúma, en tals­verða breyt­ingu á sam­setn­ingu þeirra, þ.e. úr gistiskálag­ist­ingu í hót­el/​gisti­heim­ilag­ist­ingu, ásamt tvö­föld­un á stærð veit­ing­arstaðar. Skipu­lags­stofn­un tel­ur að val­kost­ur 2 geti falið í sér óveru­leg áhrif á ferðaþjón­ustu, úti­vist, lands­lag og nátt­úruf­ar, að því gefnu að við end­an­lega hönn­un og leyf­is­veit­ing­ar til fram­kvæmda og rekstr­ar verði tryggt að ráðandi hluti gist­ing­ar verði gistiskála- og/​eða fjalla­skálag­ist­ing.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert