Ákærðir fyrir meiri háttar skattsvik

Húsnæði héraðssaksóknara.
Húsnæði héraðssaksóknara. mbl.is/Ófeigur

Héraðssak­sókn­ari hef­ur birt ákæru á hend­ur bræðrun­um Har­aldi Reyni Jóns­syni og Guðmundi Stein­ari Jóns­syni, sem kennd­ir eru við út­gerðarfé­lagið Sjó­la­skip, vegna meiri hátt­ar brota gegn skatta­lög­um. Þeir eru sakaðir um að hafa van­fram­talið rúma þrjá millj­arða króna á ár­un­um 2006 og 2007. Van­greidd­ur tekju­skatt­ur er sagður tæp­ar 819 millj­ón­ir króna.

Um er að ræða sam­eig­in­legt mál gegn þeim bræðrum. Þess er kraf­ist að þeir verði dæmd­ir til refs­ing­ar og til greiðslu alls sak­ar­kostnaðar.

Í aðskildu máli er Guðmund­ur Stein­ar ákærður fyr­ir meiri hátt­ar skatta­laga­brot með því að hafa staðið skil á efn­is­lega röng­um skatt­fram­töl­um gjaldár­in 2007, 2008 og 2009 með því að telja ekki fram á skatt­fram­töl­um sín­um þau gjaldár tekj­ur upp á tæp­ar 412 millj­ón­ir króna. Af tekj­un­um hefði hann átt að greiða rúm­ar 65 millj­ón­ir króna í skatt.

Þess er kraf­ist að hann verði dæmd­ur til refs­ing­ar og til greiðslu alls sak­ar­kostnaðar

Ákæra á hend­ur Har­aldi Reyni ein­um og sér hef­ur áður verið birt. Hon­um er gert að sök að hafa van­talið tekj­ur ár­anna 2005-2008 og nema meint und­an­skot rúm­um 245 millj­ón­um króna.

Ákær­ur gegn­um systr­um Guðmund­ar og Har­ald­ar hafa einnig verið birt­ar. Þær eru sakaðar um að hafa ekki talið fram fjár­magn­s­tekj­ur upp á sam­tals rúm­lega 550 millj­ón­ir króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert