„Sárt og óþolandi“ að vera bendlaður við spillingu

„Eins og mér þykir það sárt og óþolandi að vera …
„Eins og mér þykir það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál í The Laundromat þá verður myndinni vart breytt úr þessu,“ skrifar Sigurður Ingi Jóhannsson, en mynd af honum bregður fyrir í kvikmyndinni The Laundromat þar sem fjallað er um Panama-skjölin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, seg­ir það sárt og óþolandi að hafa verið bendlaður við spill­ing­ar­mál í kvik­mynd­inni The Laun­drom­at, sem fram­leidd er af streym­isveit­unni Net­flix og var gef­in út í gær.

Sigurði Inga bregður fyrir í kvik­mynd­inni Þvotta­húsið (The Laun­drom­at), sem …
Sig­urði Inga bregður fyr­ir í kvik­mynd­inni Þvotta­húsið (The Laun­drom­at), sem fram­leidd er af streym­isveit­unni Net­flix og var gef­in út í gær. Skjá­skot/​Net­flix

Í einu atriði í mynd­inni birt­ist frétt úr miðlin­um Time þar sem sagt er frá því að Sig­mund­ur Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hafi sagt af sér embætti for­sæt­is­ráðherra Íslands eft­ir að hafa verið af­hjúpaður í lek­an­um. Sam­flokksmaður hans, Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, hafi tekið við. Eng­in mynd birt­ist af Sig­mundi, en mynd af Sig­urði Inga fær að njóta sín á stærst­um hluta skjás­ins.

Sig­urður Ingi hef­ur tjáð sig um mynd­birt­ing­una á Face­book. „Eins og mér þykir það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spill­ing­ar­mál í The Laun­drom­at þá verður mynd­inni vart breytt úr þessu,“ skrif­ar hann meðal ann­ars. 

Þá þakk­ar hann þeim sem hafa haft sam­band fyr­ir hlýhug og traust. Sig­urður Ingi veit einnig til þess að sum­ir hafi að eig­in frum­kvæði skrifað Net­flix og kvartað yfir rangri fram­setn­ingu. 

Sig­urður Ingi seg­ir fals­frétt­ar orðnar vanda­mál á tækni- og upp­lýs­inga­öld. „Það er áskor­un fyr­ir fjöl­miðlaheim­inn og fram­leiðend­ur efn­is að hafa sann­leik­ann ávallt að leiðarljósi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert