Hefur fært umræðuna frá jaðri inn á miðju

Breyttir tímar. Jökullinn Ok er nú horfinn en í sumar …
Breyttir tímar. Jökullinn Ok er nú horfinn en í sumar var minningarskildi komið fyrir þar sem hann var áður. mbl.is/RAX

„Norður­lönd­in voru í far­ar­broddi þeirra ríkja sem settu um­hverf­is­mál og jafn­rétt­is­mál á odd­inn, og bar­átta okk­ar í mál­efn­um LG­BTI-fólks hef­ur vakið verðskuldaða at­hygli. Þessi bar­átta okk­ar, ásamt fjölda annarra sem bet­ur fer, hef­ur fært þessi mál frá jaðri inn á miðju í mörg­um sam­fé­lög­um. Við höf­um í gegn­um ára­tug­ina staðið dygg­an vörð um marg­hliða alþjóðasam­vinnu, frið og mann­rétt­indi, lýðræðis­leg­ar leik­regl­ur og grund­völl rétt­ar­rík­is­ins. Slík bar­átta er ekki síst mik­il­væg nú þegar rétt­ar­ríkið á und­ir högg að sækja og fals­frétt­um er dreift eins og eng­inn sé morg­undag­ur­inn,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra en hann ávarpaði þing Norður­landaráðs í Stokk­hólmi í dag.

AFP

Ut­an­rík­is­ráðherr­ar nor­rænu ríkj­anna hafa setið á fund­um í dag þar sem meðal ann­ars var samþykkt að fá Björn Bjarna­son til þess að vinna nýja skýrslu svipaðri og Stolten­berg-skýrsl­an á sín­um tíma.

Guðlaug­ur Þór seg­ir að radd­ir Norður­landa heyr­ist ekki bara á Norður­landaráðsþingi held­ur einnig á vett­vangi SÞ þar sem Svíþjóð sat þar til ný­verið við borðið í ör­ygg­is­ráðinu og að sögn Guðlaugs sest Nor­eg­ur þar von­andi senn.

„Í mann­rétt­indaráðinu þar sem Ísland og Dan­mörk hafa verið; og í Evr­ópu­sam­vinn­unni þar sem Finn­land er nú í for­sæti ráðherr­aráðs ESB eft­ir vel heppnaða for­mennsku í Evr­ópuráðinu. Græn­land og Fær­eyj­ar skipta miklu máli á norður­slóðum og í N-Atlants­hafs­sam­starf­inu, og Álands­eyj­ar eru fyr­ir­mynd í sjálf­bærni.“

Utanríkismál hafa átt salinn í þinghúsinu í Stokkhólmi eftir hádegið.
Ut­an­rík­is­mál hafa átt sal­inn í þing­hús­inu í Stokk­hólmi eft­ir há­degið. nor­d­en.org

Guðlaug­ur Þór kom einnig inn á lofts­lags­mál­in í er­indi sínu en ný­verið komst fæðing­ar­sveit hans í heims­frétt­irn­ar þegar þess var minnst að jök­ull­inn Ok lauk ævi­skeiði sínu. „Það er áminn­ing til okk­ar um hversu viðkvæmt vist­kerfið okk­ar er. Við eig­um að nýta styrk­inn í nor­rænu sam­starfi, þekk­ingu okk­ar, þraut­seigju og hug­kvæmni í þágu nýrra lausna í lofts­lags­mál­um eins og lagt er upp með í nýrri framtíðar­sýn nor­rænu ráðherra­nefnd­ar­inn­ar.

Í Borg­ar­nesi gerði ég koll­eg­um mín­um grein fyr­ir áhersl­um for­mennsku okk­ar í norður­skauts­ráðinu. Með sjálf­bærni að leiðarljósi vilj­um við nýta efna­hags­leg tæki­færi til hags­bóta fyr­ir íbúa norður­slóða. En við vilj­um sam­vinnu sem bygg­ist á alþjóðleg­um leik­regl­um. Til að svo megi verða þurfa norður­slóðir að vera áfram lág­spennusvæði.

Við rædd­um enn frem­ur þá miklu at­hygli sem norður­slóðamál njóta nú, ekki síst frá stærri ríkj­um. Banda­rík­in sýna svæðinu mun meiri áhuga. Það er ánægju­efni enda vilj­um að Banda­rík­in séu sem virk­ust á alþjóðavett­vangi. Það er mik­il­vægt að hafa í huga að nú­ver­andi aðstæður á alþjóðavett­vangi kalla á meiri, en ekki minni, sam­vinnu við okk­ar banda­menn. Við meg­um ekki gleyma að við deil­um sömu grund­vall­ar­gild­um og það er grund­vall­ar­atriði þegar um er að ræða fjár­fest­ing­ar og þjóðarör­yggi. 

Þegar við hitt­umst í Berlín fyr­ir tveim­ur vik­um fór mest­ur tím­inn í að ræða ástandið í norðaust­ur­hluta Sýr­lands en Norður­lönd­in hafa öll for­dæmt aðgerðir Tyrkja.  

Ann­ars vor­um við að halda upp á 20 ára af­mæli sendi­ráðsbygg­ing­anna í Berlín, flagg­skips ut­an­rík­isþjón­usta okk­ar. Sam­starfs­formið í Berlín er dæmi um nor­rænt sam­starf eins og það ger­ist best.“  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert