Frumvarp um þjóðgarð á miðhálendinu lagt fram í vor

Hveradalir við Kerlingarfjöll verða hluti af þjóðgarði á miðhálendinu, verði …
Hveradalir við Kerlingarfjöll verða hluti af þjóðgarði á miðhálendinu, verði frumvarp umhverfisráðherra að lögum, en hann hyggst leggja það fram á vorþingi. mbl.is/RAX

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra hyggst í vor leggja fram frum­varp til laga um þjóðgarð á miðhá­lendi Íslands. Áformin hafa verið birt í sam­ráðsgátt stjórn­valda, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu.

Kveðið er á um stofn­un þjóðgarðs á miðhá­lend­inu í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar og þver­póli­tísk nefnd um stofn­un hans hef­ur verið að störf­um síðan vorið 2018. Í henni er unnið að áhersl­um sem frum­varpið mun byggja á og þar eiga sæti full­trú­ar allra flokka á Alþingi auk tveggja full­trúa Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og full­trúa frá um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­inu og for­sæt­is­ráðuneyt­inu. 

Nefnd­inni var m.a. ætlað að skil­greina mörk þjóðgarðsins, setja fram áhersl­ur um skipt­ingu landsvæða inn­an hans í vernd­ar­flokka, gera til­lög­ur að helstu áhersl­um í stjórn­un­ar- og verndaráætl­un og at­vinnu­stefnu fyr­ir þjóðgarðinn, taka af­stöðu til stjórn­skipu­lags hans, fjalla um svæðis­skipt­ingu og rekstr­ar­svæði og greina tæki­færi með stofn­un þjóðgarðs á byggðaþróun og at­vinnu­líf.

Nefnd­in hef­ur kynnt í sam­ráðsgátt stjórn­valda hug­mynd­ir að ein­stök­um þátt­um sem hún hef­ur fjallað um. Síðustu tvö áherslu­atriði nefnd­ar­inn­ar voru kynnt í sam­ráðsgátt í októ­ber, ann­ars veg­ar um­fjöll­un um fjár­mögn­un og hins veg­ar áhersl­ur í laga­frum­varpi. Þá hef­ur nefnd­in staðið fyr­ir kynn­ing­ar­fund­um og fundaröðum með sveit­ar­stjórn­um og hagaðilum.

Áformin um frum­varpið hafa sem fyrr seg­ir nú verið sett í sam­ráðsgátt stjórn­valda til um­sagn­ar. Frest­ur til að skila um­sögn er til og með 4. des­em­ber. Drög að frum­varpi um þjóðgarðinn munu einnig verða kynnt í sam­ráðsgátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert