„Má ekki verða þannig að enginn megi misstíga sig“

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. mbl.is/Árni Sæberg

Það væri aldrei af­sak­an­legt ef arður­inn af nýt­ingu sjáv­ar­auðlind­ar­inn­ar væri nýtt­ur í ólög­leg viðskipti út í heimi. Þetta kom fram í máli Heiðrún­ar Lind­ar Marteins­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) á Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un. Ræddi hún þar mál­efni sjáv­ar­út­vegs­ins í tengsl­um við frétt­ir af meint­um skatta­laga­brot­um sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja. Hún sagði hins veg­ar að umræða um fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið mætti ekki lit­ast af því ef eitt fyr­ir­tæki mis­stígi sig.

Kristján Kristjáns­son, stjórn­andi þátt­ar­ins, til­tók nokk­ur mál sem hafa komið upp í tengsl­um við sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki upp á síðkastið. Nefndi hann dóm sem fram­kvæmda­stjóri Sæ­marks-Sjáv­ar­af­urða og þáver­andi stjórn­ar­maður í SFS hlaut á dög­un­um, mál­efni Sam­herja í Namib­íu og ákær­ur gegn Sjó­la­skipa­systkin­un­um.

Ekki mörg mál í stóra sam­hengi hluta

Spurði hann Heiðrúnu hvort að það segði ekki ein­hverja sögu þegar svona mál væru að koma upp. „Ég held að menn eigi ekki að fara að tengja sam­an punkta sem eru alls ótengd­ir. Ég myndi ekki segja að þetta séu mörg mál í stóra sam­hengi hluta yfir stærð sjáv­ar­út­vegs­ins. Eins og ég segi, 1000 aðilar sem sækja sjáv­ar­auðlind­ina. Eðli máls sam­kvæmt koma öðru hvoru upp brot þar sem vafi leik­ur á hvort starfað hef­ur verið í sam­ræmi við lög,“ svaraði Heiðrún.

Kristján spurði þá hvort að mál­in hefðu ekki hringt ein­hverj­um bjöll­um hjá for­svars­fólki sjáv­ar­út­vegs­ins eða hvort hún sæi eitt­hvert mynstur. „Ég hef ekki séð það og maður er alltaf að spyrja sig á öll­um tíma­punkt­um er eitt­hvað sem ís­lensk lög hefðu getað gert sér­stak­lega í sam­bandi við fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið,“ sagði Heiðrún og bætti við: „Ég hef ekki fengið svarið já­kvætt við þeirri spurn­ing um að ís­lensk lög eða ís­lensk lög tengd fisk­veiðistjórn­un­inni hafi klikkað.“

Aldrei af­sak­an­legt að nýta ábata úr sjáv­ar­út­vegi í óheiðarleg viðskipti

Spurð út í áhrif Sam­herja­máls­ins á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið sagði hún að ekki ætti að refsa öll­um fyr­ir eitt at­vik. „Það má ekki verða þannig að eng­inn megi mis­stíga sig. Eitt til­tekið fyr­ir­tæki og í þessu til­viki í starf­semi ekki einu sinni hér­lend­is held­ur í Afr­íku. Að þá eigi að um­bylta kerf­inu þannig að það bitni á öll­um ef einn mis­stíg­ur sig. Við þurf­um að taka þessa umræðu á aðeins yf­ir­veguðum hætti.“

Að lok­um spurði Kristján Heiðrúnu hvort að það væri ekki ergi­legt að ábati af sjáv­ar­auðlind­inni væri notaður í óheiðarleg­um viðskipt­um út í heimi. „Það væri aldrei af­sak­an­legt,“ svaraði Heiðrún og bætti við að stjórn­völd þyrftu að taka á því.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert