Staðfesti frávísun vegna Hvalárvirkjunar

Héraðsdómur vísaði málinu frá 9. janúar.
Héraðsdómur vísaði málinu frá 9. janúar. mbl.is/Golli

Lands­rétt­ur staðfesti í dag frá­vís­un Héraðsdóms Vest­fjarða á dóms­máli hluta land­eig­enda Dranga­vík­ur á Strönd­um á hend­ur Vest­ur­Verki ehf. og Árnes­hreppi.

Land­eig­end­ur höfðuðu mál gegn Vest­ur­verki og Árnes­hreppi í lok sum­ars 2019 og kröfðust þess að fram­kvæmda­leyfi Vest­ur­verks, fyr­ir fram­kvæmd­um á Ófeigs­fjarðar­heiði vegna Hvalár­virkj­un­ar, yrði fellt úr gildi sem og deili­skipu­lag vegna fram­kvæmd­anna.

Héraðsdóm­ur vísaði mál­inu frá 9. janú­ar og taldi ósannað að eig­end­ur Dranga­vík­ur ættu það land sem fram­kvæmd­irn­ar varðar. Var frá­vís­un Héraðsdóms kærð til Lands­rétt­ar.

Lands­rétt­ur tel­ur sömu­leiðis ósannað að eig­end­ur Dranga­vík­ur eigi það land sem fram­kvæmd­irn­ar varða. Land­eig­end­ur hafi held­ur ekki sýnt fram á rösk­un hags­muna á grund­velli grennd­ar- eða ná­býl­is­rétt­ar. Að auki veiti hinar kærðu stjórn­sýslu­ákv­arðanir ein­göngu heim­ild til að ráðast í óveru­leg­ar fram­kvæmd­ir sem ekki muni hafa var­an­leg áhrif. Land­eig­end­ur geti held­ur ekki byggt rétt­indi sín á áhrif­um fram­kvæmda á óbyggð víðerni og þeir hafi því ekki sýnt nægi­lega fram á að þeir eigi lögv­arða hags­muni af mál­inu.

Dóm­ur­inn dæmdi land­eig­end­ur til þess að greiða Árnes­hreppi og Vest­ur­verki kr. 500.000, hvor­um fyr­ir sig, í máls­kostnað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert