Landamerkjamál gæti sett Hvalárvirkjun í uppnám

Eyvindarfjarðarvatn og Eyvindarfjarðaá fyrir framan Drangajökul.
Eyvindarfjarðarvatn og Eyvindarfjarðaá fyrir framan Drangajökul. mbl.is/Golli

Meiri­hluti eig­enda jarðar­inn­ar Dranga­vík­ur í Árnes­hreppi, eða 75% þeirra, hafa höfðað landa­merkja­mál til þess að fá skorið úr um rétt merki milli Dranga­vík­ur og jarðanna Engja­ness og Ófeigs­fjarðar.

Eig­end­urn­ir telja að fyr­ir­huguð Hvalár­virkj­un nái langt inn á eign­ar­land sitt en fyr­ir því ligg­ur ekk­ert samþykki. Nýt­ing vatna­sviðs Ey­vind­ar­fjarðar­vatns er ein af for­send­um Hvalár­virkj­un­ar en eig­end­ur Dranga­vík­ur telja vatnið vera í sínu landi. Þeir hafa lýst sig and­víga virkj­un­inni og ætla ekki að heim­ila nýt­ingu vatns­rétt­inda jarðar­inn­ar í þágu henn­ar.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá eig­end­un­um og þar sem seg­ir að ástæða máls­höfðun­ar­inn­ar sé „vilji til þess að óbyggðir Ófeigs­fjarðar­heiðar,  vatns­föll­in, foss­arn­ir og strand­lengj­an fái að vera óröskuð um ókomna tíð og nátt­úr­an fái að þró­ast á eig­in for­send­um.“

„Hvalár­virkj­un mun ekk­ert gera fyr­ir mann­líf á Strönd­um norður, held­ur þvert á móti eyðileggja þá mögu­leika sem fel­ast í nátt­úru­vænni upp­bygg­ingu at­vinnu­lífs til framtíðar. Hvalár­virkj­un er ekki nauðsyn­leg til að tryggja raf­orku­ör­yggi á Vest­fjörðum og bygg­ing henn­ar myndi enn­frem­ur leiða til nei­kvæðra um­hverf­isáhrifa af há­spennu­lín­um og veg­slóðum í óbyggðum.“

Aðal­kraf­an er sú að viður­kennt verði með dómi að landa­merki Dranga­vík­ur gagn­vart hinum jörðunum eins og þeim var lýst í þing­lýst­um landa­merkja­bréf­um frá 1890 og öðrum heim­ild­um.

Vara­kraf­an end­ur­spegl­ar hugs­an­lega túlk­un þing­lýstra landa­merkjalýs­ing­ar Ófeigs­fjarðar en breyt­ir þó engu um rétt til ráðstöf­un­ar Ey­vind­ar­fjarðavatns.

Kortið sýnir muninn á aðal- og varakröfu í málinu.
Kortið sýn­ir mun­inn á aðal- og vara­kröfu í mál­inu. Kort/​Sig­ur­geir Skúla­son
Þau landamerki sem sýnd eru í gögnum Hvalárvirkjunar og gefa …
Þau landa­merki sem sýnd eru í gögn­um Hvalár­virkj­un­ar og gefa til kynna að Ey­vind­ar­fjarðar­vatn heyri til Engja­ness og Ófeigs­fjarðar eru byggð á síðari tíma ágisk­un­um í tengsl­um við verk­efnið Nytja­land. Sá landa­merkja­grunn­ur er birt­ur án ábyrgðar og bygg­ir ekki á þing­lýst­um landa­merkjalýs­ing­um, seg­ir í til­kynn­ing­unni. Kort/​Sig­ur­geir Skúla­son
Síðastliðið sumar var Sigurgeir Skúlason landfræðingur fenginn til að hnitsetja …
Síðastliðið sum­ar var Sig­ur­geir Skúla­son land­fræðing­ur feng­inn til að hnit­setja landa­merki jarðanna eft­ir landa­merkjalýs­ing­um frá 1890, í fyrsta og eina sinn sem það hef­ur verið gert. Eru landa­merk­in á upp­drætti Sig­ur­geirs í sam­ræmi við þá vitn­eskju sem alla tíð hef­ur legið fyr­ir meðal heima­manna. Byggja eig­end­ur Dranga­vík­ur á þessu og marg­vís­leg­um öðrum heim­ild­um í dóms­mál­inu, svo sem mál­dög­um, jarðamati, sókn­ar­lýs­ing­um og Land­náma­bók. Kort/​Sig­ur­geir Skúla­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert