Dýrast hjá Pennanum – ódýrast í A4

Skólabækurnar eru misdýrar.
Skólabækurnar eru misdýrar. mbl.is/Styrmir Kári

Tölu­verður mun­ur var á hæsta og lægsta verði í verðkönn­un Verðlags­eft­ir­lits ASÍ á nýj­um og notuðum náms­bók­um. Í flest­um til­fell­um eða í 18 til­fell­um af 35 var 700-1.500 kr. mun­ur á hæsta og lægsta verði á nýj­um náms­bók­um en í þrem­ur til­fell­um var enn meiri mun­ur eða 2.000-3.000 kr.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ASÍ.

Penn­inn- Ey­munds­son var oft­ast með hæsta verðið á nýj­um náms­bók­um en For­lagið næst oft­ast. A4 var oft­ast með lægsta verðið, en Iðnú næst oft­ast.

Penn­inn-Ey­munds­son og A4 voru með mesta úr­valið af notuðum náms­bók­um. Í öll­um til­fell­um var verðið á notuðum náms­bók­um tölu­vert lægra í A4 en í Penn­an­um-Ey­munds­syni. Heim­kaup býður einnig upp á notaðar náms­bæk­ur en ein­ung­is tveir titl­ar sem voru til skoðunar í könn­un­inni voru til í þeirri versl­un.

Í flest­um til­fell­um var mik­ill mun­ur á hæsta og lægsta verði á nýj­um náms­bók­um í könn­un­inni en í 18 til­fell­um var verðmun­ur­inn á bil­inu 700-1.400 kr. Enn meiri verðmun­ur var á nokkr­um bók­um en mest­ur verðmun­ur var á Íslenskri mál­sögu eft­ir Sölva Sveins­son. Hæsta verðið var í Penn­an­um, 6.499 kr. en það lægsta í A4, 2.799 kr. Þá var 2.008 kr. mun­ur á hæsta og lægsta verði á dönsku les- og verk­efna­bók­un­um Paa vej eft­ir Elísa­betu Val­týs­dótt­ur og Ernu Jessen. Hæst var verðið í A4, 7.998 kr. en lægst í Iðnú, 5.990 kr.

Úrvalið af nýj­um náms­bók­um var mest í A4 þar sem 34 titl­ar af 35 voru fá­an­leg­ir, næst flest­ir feng­ust í Penn­an­um-Ey­munds­son, 30 en fæst­ir í Heim­kaup­um, 25. Í For­laginu feng­ust 28 titl­ar og 27 í Iðnú.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert