Kjötið á Íslandi það næstdýrasta

Kjötið á Íslandi það næstdýrasta.
Kjötið á Íslandi það næstdýrasta. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Verð á kjötvör­um til neyt­enda er mun hærra hér á landi en að meðaltali í lönd­um Evr­ópu­sam­bands­ins. Þetta kem­ur fram í nýju yf­ir­liti sem Eurostat, hag­stofa Evr­ópu, hef­ur birt á vef sín­um.

„Ef þið ætlið að setja kjöt á grillið núna þess­ar síðustu vik­ur sum­ars­ins, kynnuð þið að hafa áhuga á að vita hvað það kost­ar í heimalandi ykk­ar á sam­an­b­urði við önn­ur aðild­ar­lönd Evr­ópu­sam­bands­ins,“ seg­ir í texta með grafi sem fylg­ir frétt Eurostat.

Vísi­tala meðaltals­verðs er 100 í sam­an­b­urðinum sem nær til árs­ins 2019. Fram kem­ur að verðið inn­an ESB er hæst í Aust­ur­ríki þar sem vísi­tal­an er 145 og í Lúx­em­borg þar sem vísi­tal­an er 141. Í Frakklandi er hún 131, Hollandi 127, Belg­íu 125 og Finn­landi 124. Lægst er kjöt­verðið í ESB-lönd­un­um í aust­ur­hluta Evr­ópu. Í Póllandi og Rúm­en­íu er vísi­tal­an 63, í Búlgaríu er hún 66 og 71 í Lit­há­en.

En séu Sviss og lönd evr­ópska efna­hags­svæðis­ins, Ísland og Nor­eg­ur, tek­in með, breyt­ist röðin. Vísi­tal­an fyr­ir kjöt­verð í Sviss er hæst, 235. Ísland kem­ur þar á eft­ir með vísi­töl­una 156 og Nor­eg­ur 149, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um kjöt­verðið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert