Gríðarlegur munur á verðlagi

Bónus er í flestum tilfellum með lægsta verðið samkvæmt könnuninni.
Bónus er í flestum tilfellum með lægsta verðið samkvæmt könnuninni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verðkönn­un verðlags­eft­ir­lits ASÍ á mat­vöru sýn­ir gríðarleg­an mun á verðlagi í þeim 14 versl­un­um sem skoðaðar voru. Í 42 til­fell­um af 104 var yfir 100% mun­ur á hæsta og lægsta verði, þar af var mun­ur­inn í 14 til­fell­um yfir 160%. Í 50 til­fell­um var mun­ur­inn 40 til 100%. 

Könn­un­in var gerð 8. sept­em­ber og náði bæði til lág­vöru­verðsversl­ana og minni versl­ana sem eru marg­ar hverj­ar með lengri opn­un­ar­tíma, auk versl­ana á lands­byggðinni sem eru hluti af stærri keðjum. Mik­il hreyf­ing hef­ur verið á mat­vörumarkaði und­an­farið. 

Versl­un­in 10-11 sker sig úr og er með hæsta verðið í lang­flest­um til­fell­um. Tölu­verður mun­ur er á verðlagi í 10-11 og þeim versl­un­um sem næst­ar koma. 10-11 var með hæsta verðið í 73 til­fell­um af 104, Sam­kaup Strax kom þar á eft­ir með hæsta verðið í 11 til­fell­um og Kram­búðin var með hæsta verðið í 9 til­fell­um. 

Bón­us var oft­ast með lægsta verðið í könn­un­inni, í 60 til­fell­um af 104, Krón­an næ­stoft­ast, í 13 til­fell­um og loks Fjarðar­kaup í 9 til­fell­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert