Segir Póstinn komast upp með ólöglega undirverðlagningu

Pósturinn hefur lækkað gjaldskrá sína fyrir pakka- og vörusendingar utan …
Pósturinn hefur lækkað gjaldskrá sína fyrir pakka- og vörusendingar utan höfuðborgarsvæðisins um tugi prósenta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólaf­ur Stephen­sen, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda, gagn­rýn­ir stjórn­end­ur Ísland­s­póst harðlega og seg­ir þá brjóta lög með því að und­ir­bjóða þjón­ustu sína í skjóli skatt­pen­inga og mis­muna þannig sam­keppn­isaðilum í einka­eigu. Þetta kem­ur fram í aðsendri grein Ólafs sem birt var í Morg­un­blaðinu í dag.

„Póst­lög­gjöf­in ger­ir vissu­lega ráð fyr­ir að pó­strek­andi, sem sinn­ir alþjón­ustu, fái greiðslur úr rík­is­sjóði – en það er þá til að sinna þjón­ustu sem eng­inn ann­ar vill sinna á viðskipta­grund­velli, til dæm­is að dreifa pósti á dreif­býl­um svæðum sem ekki geta talizt virk markaðssvæði. Ísland­s­póst­ur virðist hins veg­ar vilja fá greiðslur úr vös­um skatt­greiðenda fyr­ir sam­keppni á virk­um markaðssvæðum,“ seg­ir Ólaf­ur í grein sinni. Hann bend­ir á að í upp­hafi árs hafi Póst­ur­inn breytt gjald­skrá sinni fyr­ir pakka- og vöru­send­ing­ar inn­an­lands. Gjald­skrá­in fyr­ir dreif­ingu inn­an höfuðborg­ar­svæðis­ins hafi hækkað um 3%, en lækkað um allt að 38% á öðrum dreif­ing­ar­svæðum. „Þar með fór verð Ísland­s­pósts enn lengra en áður und­ir verð keppi­naut­anna...“

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Ólaf­ur Stephen­sen, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda.

Gjald­skrár­breyt­ing­in sé gerð með vís­an til nýrra póst­laga, „en í póst­lög­un­um er líka ákvæði, sem á að koma í veg fyr­ir tap á þjón­ust­unni; að gjald­skrá fyr­ir alþjón­ustu skuli taka mið af raun­kostnaði að viðbætt­um hæfi­leg­um hagnaði. Með því að láta verð höfuðborg­ar­svæðis­ins gilda um allt land var hins veg­ar aug­ljós­lega verið að dúndra verðinu ræki­lega und­ir raun­kostnað – og svo er farið fram á að skatt­greiðend­ur greiði mis­mun­inn,“ seg­ir Ólaf­ur. 

Í fe­brú­ar krafðist Póst- og fjar­skipta­stofn­un þess að Ísland­s­póst­ur sýndi fram á það að gjald­skrá­in stæðist lög, og lagði í kjöl­farið fyr­ir Póst­inn að end­ur­skoða gjald­skrána fyr­ir 5. maí. Ekk­ert frétt­ist þó af end­ur­skoðun gjald­skrár­inn­ar fyr­ir þann dag og var fyr­ir­spurn­um FA til Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar um end­ur­skoðun gjald­skrár­inn­ar og hvort hún sé tal­in stand­ast lög ekki svarað, sam­kvæmt Ólafi.

„Í níu og hálf­an mánuð hef­ur rík­is­fyr­ir­tækið komizt upp með það sem að mati FA er klár­lega ólög­leg und­ir­verðlagn­ing og náð til sín stækk­andi hluta af vax­andi markaði fyr­ir pakka­send­ing­ar.“

Grein Ólafs sem birt var í Morg­un­blaðinu má nálg­ast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert