Alþingi fékk pillu frá MDE

Mannréttindadómstóll Evrópu.
Mannréttindadómstóll Evrópu.

Fann­ey Rós Þor­steins­dótt­ir, lögmaður hjá Rík­is­lög­manni, sagði á er­indi sínu um Lands­rétta­málið á málþingi hjá Há­skól­an­um í Reykja­vík í dag, að Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu telji að Alþingi hafi brugðist í eft­ir­lits­hlut­verki sínu með því að samþykkja skip­an dóm­ara við Lands­rétt. 

Vík­ur hún að því að MDE telji að Alþingi hafi brugðist sem ör­ygg­is­ventill í mál­inu. Kosn­inga­lög til dóm­ara hafi ekki verið fram­fylgt líkt og Alþingi hefði átt að sjá til að væri gert. Þannig hefði Alþingi átt að kjósa  um hverja og eina skip­un í stað þess að samþykkja til­lögu um alla dóm­ara í einu.  

Dóm­ar­arn­ir hafi dæmt í 205 mál­um 

Tel­ur Fann­ey það hafa verið mjög mik­il­vægt að fá dóm yf­ir­deild­ar MDE. að af dómn­um megi ráða að hér væri ekki leng­ur réttaró­vissa um Landrétt og að hún hafi ekki áhyggj­ur af holskeflu end­urupp­töku­mála. Alls hafi 205 dóm­ar fallið þar sem þeir fjór­ir dóm­ar­ar sem sagðir eru ólög­lega skipaðir í dómi MDE hafi dæmt í. Hins veg­ar væri búið að skýra það að ekki sé ástæða til þess að gera at­huga­semd við dóma annarra dóm­ara við Lands­rétt. 

Þrír af þeim fjór­um dómur­um sem um ræðir hafa nú fengið lög­lega skip­un. Hinn dóm­ar­inn hef­ur ekki dæmt síðan dóm­ur und­ir­rétt­ar féll. 

Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fann­ey Rós Þor­steins­dótt­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert