Algengur verðmunur á jólabókum 1.500-2.000 kr.

Neytendur ættu að hafa hugfast að verð á algengum bókatitlum …
Neytendur ættu að hafa hugfast að verð á algengum bókatitlum breytist ört í verslunum á þessum árstíma. Ljósmynd/Aðsend

Í yfir helm­ingi til­fella var 1.500 kr. mun­ur á hæsta og lægsta verði á vin­sæl­um jóla­bók­um í verðkönn­un verðlags­eft­ir­lits ASÍ sem fram­kvæmd var 10. des­em­ber. Í 12 til­fell­um af 53 var verðmun­ur á bók­um yfir 2.000 kr. en mest fór mun­ur­inn upp í 3.000 kr. Penn­inn.is var oft­ast með hæsta verðið í könn­un­inni en For­lagið var næ­stoft­ast með hæsta verðið. Bón­us var oft­ast með lægsta verðið.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ASÍ.

Var vísað út

Þar seg­ir einnig, að Penn­inn-Ey­munds­son hafi neitað þátt­töku í könn­un­inni og að full­trúa verðlags­eft­ir­lits ASÍ hafi verið vísað út úr versl­un­inni í Aust­ur­stræti.

„Fyr­ir­tækið virðist ekki telja það þjóna hags­mun­um sín­um að neyt­end­ur séu upp­lýst­ir um verð í versl­un­inni. Rétt er að vekja at­hygli á að verð var kannað á Penn­inn.is sem er net­versl­un Penn­ans Ey­munds­son­ar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

30-40% verðmun­ur í meiri­hluta til­fella

Þá seg­ir, að í meiri­hluta til­fella, eða 35 af 53, hafi verið 30-40% verðmun­ur á bók­um í könn­un­inni. Í 45 af 53 til­fell­um hafi verðmun­ur­inn verið yfir 1.000 kr. og í 29 til­fell­um yfir 1.500 kr.

„Bæk­ur eru vin­sæl­ar jóla­gjaf­ir og get­ur slík­ur verðmun­ur því verið fljót­ur að telja ef marg­ar bæk­ur eru keypt­ar. Penn­inn.is var oft­ast með hæsta verðið, í 26 til­fell­um af 53, en For­lagið var með hæsta verðið í 23 til­fell­um. Bón­us var oft­ast með lægsta verðið á bók­um, í 47 til­fell­um af 53,“ seg­ir ASÍ.

Í tveim­ur til­fell­um var yfir 3.000 kr. verðmun­ur í könn­un­inni. Mest­ur mun­ur á hæsta og lægsta verði í krón­um talið var á bók­inni um arki­tekt­inn Guðjón Samú­els­son húsa­meist­ara, 3.009 kr. eða 21%. Hæst var verðið á Penn­inn.is, 13.999 kr. en lægst í For­laginu og á Heim­kaup.is, 10.990 kr. Þá var 3.001 kr. eða 40% mun­ur á hæsta og lægsta verði á bók­inni Ell­ert eft­ir Ell­ert B. Schram og Björn Jón Braga­son. Lægst var verðið í Bón­us, 4.498 kr. en hæst á Penn­inn.is, 7.499 kr., seg­ir verðlags­eft­ir­litið. 

Nán­ar hér. 





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert