„Enginn segir Alþingi fyrir verkum. Enginn!“

Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins.
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins. mbl.is/Hari

Mér er ekki ljóst hvernig Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu get­ur fjallað með þess­um hætti um störf Alþing­is,“ sagði Ólaf­ur Ísleifs­son, þingmaður Miðflokks­ins, á Alþingi í dag.

Vísaði hann til dóms yf­ir­deild­ar dóm­stóls­ins sem féll 1. des­em­ber, þar sem meðal ann­ars var  vikið að dóm­um Hæsta­rétt­ar Íslands og málsmeðferð Alþing­is við af­greiðslu máls­ins.

„Dóm­ur­inn sýn­ist einkum snú­ast um hvort rök­stuðning­ur Hæsta­rétt­ar fyr­ir því að dóm­ar­ar Lands­rétt­ar séu skipaðir sem lög­mæt­ir hand­haf­ar dómsvalds í laga­leg­um og stjórn­skipu­leg­um skiln­ingi hafi verið full­nægj­andi,“ sagði Ólaf­ur.

At­hygli vaki að í dómi yf­ir­deild­ar­inn­ar sé fjallað um hvernig við hæfi sé að Alþingi Íslend­inga greiði at­kvæði um til­tekið mál.

Hver og einn þingmaður gat kallað eft­ir ann­arri fram­kvæmd

Ólaf­ur sagði að sér væri ekki ljóst hvernig dóm­stóll­inn gæti fjallað með þess­um hætti um störf þings­ins.

„Hver og einn alþing­ismaður gat kallað eft­ir ann­arri fram­kvæmd. Þetta þýðir að at­kvæðagreiðslan fór fram sam­kvæmt ákvörðun Alþing­is, ákvörðun lýðræðis­lega kjör­inna full­trúa á full­valda lög­gjaf­ar­sam­komu þjóðar­inn­ar.“

Ólaf­ur hélt áfram:

„Mér er tjáð af kunn­ug­um að leit­un muni að dæmi um að Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafi talað með því­lík­um hætti til lög­gjaf­arþings í Evr­ópu. Má ég leyfa mér að minna á að Ísland er friðsælt ríki og far­sælt. Ísland er lýðræðis­ríki og rétt­ar­ríki. Ísland er menn­ing­ar­ríki og hér býr menntuð og hæfi­leika­rík þjóð. Ísland er full­valda ríki með djúp­ar ræt­ur í alþjóðlegu sam­starfi,“ sagði hann.

All­ir þing­menn ættu að sam­ein­ast um að mót­mæla

„Mér er ekki ljóst hvernig Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu get­ur talað til æðstu stofn­un­ar full­valda rík­is með þeim hætti sem gert er í um­rædd­um dómi.

Herra for­seti. Eins og sagt var á for­seta­stóli fyr­ir skemmstu: Eng­inn seg­ir Alþingi fyr­ir verk­um. Eng­inn. Ég tel að all­ir alþing­is­menn ættu að sam­ein­ast um að mót­mæla því hvernig talað er til Alþing­is í dómi Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins og það á full­veld­is­degi Íslend­inga. Ég mót­mæli því fyr­ir mitt leyti.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert