Nokkur þúsund króna munur á jólamat

Úrval af kjöti var bæði mismikið og ólíkt.
Úrval af kjöti var bæði mismikið og ólíkt. mbl.is/Brynjar Gauti

Nokk­ur þúsund króna verðmun­ur mæl­ist á sum­um jóla­mat, að því er fram kem­ur í nýrri verðkönn­un verðlags­eft­ir­lits Alþýðusam­bands Íslands.

Mest­ur verðmun­ur var á græn­meti og ávöxt­um, kjöti, kon­fekti og ís í könn­un­inni, sem gerð var á þriðju­dag. Allt að 2.750 kr. mun­ur var á hæsta og lægsta kílóverði af kjöti og 3.402 kr. mun­ur á hæsta og lægsta kílóverði af blá­berj­um.

Bón­us var oft­ast með lægsta verðið, í 79 til­fell­um af 137 en Hag­kaup oft­ast með hæsta verðið, í 51 til­felli.

„Verð á mat­vöru get­ur breyst ört á þess­um árs­tíma og ættu neyt­end­ur því að fylgj­ast vel með verðbreyt­ing­um vilji þeir gera hag­stæð inn­kaup á mat fyr­ir jól­in,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá sam­band­inu.

Yfir 40% mun­ur á hæsta og lægsta verði í 25% til­fella

Al­geng­ast var að mun­ur á hæsta og lægsta verði á jóla­mat væri und­ir 20%, í 64 til­fell­um af 137 eða í 47% til­fella. Í 38 til­fell­um af 137 eða 28% til­fella var mun­ur­inn 20-40% og í 34 til­fell­um eða 25% til­fella var mun­ur­inn yfir 40%.

Bón­us var oft­ast með lægsta verðið í könn­un­inni, í 79 til­fell­um af 137 og Krón­an næst oft­ast, í 21 til­felli. Fjarðar­kaup var með lægsta verðið í 12 til­fell­um, Nettó og Hag­kaup í 9 til­fell­um, Ice­land og Kjör­búðin í 8 til­fell­um og Heim­kaup í 6 til­fell­um.

Hag­kaup var oft­ast með hæsta verðið eins og fyrr seg­ir, í 51 til­felli af 137. Heim­kaup var með hæsta verðið í 28 til­fell­um, Ice­land 24 sinn­um, Fjarðar­kaup í 23 til­fell­um, Kjör­búðin í 12 og Nettó í sjö til­fell­um.

Í verðtöfl­unni hér að neðan má sjá verð á öll­um vör­um í könn­un­inni. Ef ýtt er á nafnið á vöru­flokkn­um kem­ur felli­listi þar sem skipta má um vöru­flokk. Ef ýtt er á vöru­heit­in raðast versl­an­irn­ar eft­ir því hver er með hæsta og lægsta verðið á viðkom­andi vöru. E merk­ir að var­an hafi ekki verið til en EM merk­ir að var­an hafi ekki verið verðmerkt.

Allt að 2.750 kr. mun­ur á kílóverði á kjöti

Mest­ur verðmun­ur var á ávöxt­um, græn­meti, kjöti og kon­fekti og ís í könn­un­inni. Í sum­um til­fell­um nam mun­ur á hæsta og lægsta kílóverði á kjöti nokk­ur þúsund krón­um.

Mest­ur verðmun­ur í krón­um talið var á kílóverði af ís­lensku hangilæri frá Norðlenska, þurr­verkuðu og hálf úr­beinuðu, 2.750 kr. eða 60%. Hæst var verðið í Ice­land, 7.349 kr. en lægst í Krón­unni 4.599 kr.

Mest­ur hlut­falls­leg­ur mun­ur á hæsta og lægsta verði var á frosn­um kjúk­linga­bring­um, 163% eða 2.601 kr. Lægst var verðið í Bón­us, 1.598 kr. en hæst í Nettó, 4.199 kr.

Þá var 50% eða 1.300 kr. mun­ur á hæsta og lægsta verði af taðreyktu úr­beinuðu hangilæri frá Kjarna­fæði. Lægsta verðið var í Nettó, 2.599 kr. en hæsta verðið var í Hag­kaup, 3.899 kr.

Ólíkt og mis­mikið úr­val af kjöti

Úrval af kjöti var bæði mis­mikið og ólíkt eft­ir versl­un­um í könn­un­inni og nokk­ur dreif­ing var á því hvar mátti finna lægstu verðin á kjöti. 

Mik­ill verðmun­ur var á sumu kon­fekti en sem dæmi má taka 47% eða 1.004 kr. mun á hæsta og lægsta verði af 260 gr. Nóa kon­fekt kassa. Hæsta verðið var í Kjör­búðinni, 3.139 kr. en lægsta verðið í Bón­us, 2.135 kr. Þá var 43% mun­ur á hæsta og lægsta verði af Kjörís kon­fekt ís­tertu, 43% eða 942 kr. Lægsta verðið var í Bón­us, 2.179 kr. en það hæsta í Heim­kaup, 3.120 kr.

Mik­ill verðmun­ur var á græn­meti og ávöxt­um en mest­ur mun­ur var á hæsta og lægsta kílóverði af blá­berj­um 379% eða 3.402 kr. Hæst var kílóverðið á blá­berj­um í Ice­land, 4.300 kr. en lægst í Bón­us, 898 kr.

Beinn verðsam­an­b­urður

Könn­un­in var fram­kvæmd í eft­ir­töld­um versl­un­um: Nettó Mjódd, Bón­us Korpu­torgi, Krón­unni Granda, Fjarðar­kaup­um, Ice­land Engi­hjalla, Hag­kaup í Smáralind, Kjör­búðinni Sand­gerði og á Heim­kaup.is.

Seg­ir í til­kynn­ingu ASÍ að hér sé aðeins um bein­an verðsam­an­b­urð að ræða, en ekki sé lagt mat á gæði eða þjón­ustu söluaðila. 

Í könn­un­inni hafi hillu­verð á 137 vör­um verið skráð niður, en það sé það verð sem neyt­and­inn hafi upp­lýs­ing­ar um þegar hann ákveður hvort hann ætli að kaupa viðkom­andi vöru. Ef af­slátt­ur er tek­inn fram á hillu er hann tek­inn til greina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert