Lögmál framboðs og eftirspurnar hvergi nærri

Höfuðstöðvar Íslandspósts.
Höfuðstöðvar Íslandspósts. mbl.is/​Hari

Vænta má þess að mörg­um fyrsta árs hag­fræðinem­um hafi svelgst á kaff­inu í morg­un er þeir lásu um fyr­ir­hugaðar verðbreyt­ing­ar hjá Ísland­s­pósti á heimasíðu Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar.

Lög­mál fram­boðs og eft­ir­spurn­ar eru höfð að engu með ákvörðun Ísland­s­pósts um end­ur­skoðun gjald­skrár frá ára­mót­um. Eft­ir­spurn dregst sam­an og til að mæta því er verð hækkað.

Póst­b­urðar­gjald vegna bréfa á bil­inu 0-2.000 grömm að þyngd hækk­ar um 15 pró­sent um ára­mót. Póst­ur­inn ber fyr­ir sig launa- og verðlags­hækk­an­ir hækk­an­ir en einkum minna magni sends pósts í flokki bréfa að þeirri þyngd.

Magn sendra bréfa hef­ur dreg­ist sam­an um ríf­lega helm­ing á fjór­um árum. Árið 2016 voru send­ar 24 millj­ón­ir bréfa í flokki 0-50 gramma, en í ár verða þau um 11,7 millj­ón­ir og áætlan­ir gera ráð fyr­ir 13% sam­drætti á næsta ári. Svipaða sögu er að segja af bréf­um á bil­inu 50-2.000 grömm. 

Lög­um sam­kvæmt þarf Póst­ur­inn, sem er op­in­bert hluta­fé­lag, að leita um­sagn­ar Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar. 

Póst- og fjar­skipta­stofn­un bað um nán­ari skýr­ing­ar á for­send­um verðbreyt­ing­ar­inn­ar, svo sem viðbún­um kjara­samn­ings­bundn­um launa­hækk­un­um, af­komu­lík­an og fleira. Sendi Póst­ur­inn svar við því þar sem farið var yfir fyrr­nefnd­ar upp­lýs­ing­ar og einnig að gert væri ráð fyr­ir 7,04% launa­hækk­un á næsta ári á lægsta taxta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert