Af sömu rót og Landsréttarmálið

Mannréttindadómstóll Evrópu.
Mannréttindadómstóll Evrópu. Ljós­mynd/​ECHR

Mál Jens Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi rann­sókn­ar­lög­reglu­manns, er eitt átján mála af sömu rót og Lands­rétt­ar­málið, sem tek­in verða til efn­is­meðferðar hjá Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu verði sátt­um ekki náð. Þetta kem­ur fram í Frétta­blaðinu í dag.

Jens Gunn­ars­son var dæmd­ur í 15 mánaða fang­elsi í Lands­rétti árið 2018 og Pét­ur Axel Pét­urs­son í 9 mánaða fang­elsi. Ákært var í mál­inu í nóv­em­ber 2016.

Jens var sak­felld­ur fyr­ir að hafa veitt nafn­greind­um brota­manni, Pétri Axel Pét­urs­syni, upp­lýs­ing­ar sem þagn­ar­skylda ríkti um og fyr­ir að hafa heimtað pen­inga af hon­um í SMS-skila­boðum. Mál Pét­urs er einnig til meðferðar hjá MDE, seg­ir í frétt Frétta­blaðsins.

Hæstirétt­ur synjaði Jens um áfrýj­un­ar­leyfi en hann óskaði eft­ir því meðal ann­ars á þeim for­send­um að brot hans væru ósönnuð og sak­fell­ing hefði verið reist á sönn­un­ar­gögn­um sem aflað var með ólög­mæt­um hætti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert