„Þetta er rosalega súrrealískt“

00:00
00:00

„Þetta er rosa­lega súr­realískt,“ seg­ir Isa­bel Al­ej­andra Diaz, for­seti Stúd­entaráðs HÍ, um at­b­urði gær­dags­ins sem bæt­ast ofan á ástandið af völd­um far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar. Hún seg­ir mikla óvissu framund­an en hið góða sé samstaða fólks á svæðinu og það að nem­end­ur séu orðnir al­van­ir fjar­námi.

Í dag voru stór­virk­ar vift­ur í gangi í söl­um skól­ans sem urðu hvað verst úti í flóði gær­dags­ins og fjöl­marg­ir starfs­menn unnu að því að koma bygg­ing­un­um í samt lag. Það er þó ljóst að mikið verk er fyr­ir hönd­um eins og fram hef­ur komið.

Isa­bel seg­ir flóðið hafa verið þungt högg fyr­ir nem­end­ur sem hafi marg­ir verið orðnir spennt­ir fyr­ir vorönn­inni eft­ir afar erfiða haustönn þar sem af­leiðing­ar far­ald­urs­ins og sam­komutak­mark­an­ir komu illa niður á sál­ar­lífi fjöl­margra nem­enda.

mbl.is kom við í HÍ í dag og í mynd­skeiðinu er rætt við Isa­bel og Guðnýju Ljós­brá Hreins­dótt­ur vara­for­seta Stúd­entaráðs um at­b­urði gær­dags­ins og horf­urn­ar á vorönn­inni.

Isabel Alejandra Diaz er forseti Stúdentaráðs HÍ.
Isa­bel Al­ej­andra Diaz er for­seti Stúd­entaráðs HÍ. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert