Skotárásir tengist aukinni hörku

00:00
00:00

Pawel Bartoszek, for­seti borg­ar­stjórn­ar, seg­ir skotárás­ir tengd­ar stjórn­mála­fólki dæmi um auknu hörku í stjórn­má­laum­ræðu í kjöl­far hruns­ins. Of al­gengt sé að fólk trúi því að kjörn­ir full­trú­ar séu í stjórn­mál­um af ann­ar­leg­um hvöt­um. Örygg­is­gæsla hef­ur verið efld í Ráðhús­inu í ljósi at­b­urða síðustu daga og Pawel hef­ur verið falið að fara bet­ur yfir stöðu ör­ygg­is­mála með borg­ar­rit­ara og lög­regl­unni.

„Í mín­um störf­um[í stjórn­mál­um] hef ég upp­lifað að fólk trúi ekki að fólks sé að helga sig þess­um störf­um á rétt­um for­send­um,“ seg­ir Pawel og á við tor­tryggni sem hann seg­ir al­genga gagn­vart kjörn­um full­trú­um.

Í mynd­skeiðinu er rætt við Pawel að lokn­um fundi for­sæt­is­nefnd­ar borg­ar­ráðs í dag þar sem sam­eig­in­leg bók­un allra borg­ar­stjórn­ar­flokka var und­ir­rituð.

Hann fagn­ar þeirri viðleitni Sjálf­stæðismanna um að var­borg­ar­full­trú­inn Ólaf­ur Guðmunds­son verði lát­inn víkja úr skipu­lags- og sam­gönguráði, öld­ungaráði og inn­kaupa- og fram­kvæmdaráði Reykja­vík­ur­borg­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert