Gagnrýni í formi gífuryrða og hreins uppspuna

Dóra Björt Guðjónsdóttir.
Dóra Björt Guðjónsdóttir. mbl.is/Hari

Lyg­in hef­ur ferðast hálf­an hnött­inn áður en sann­leik­ur­inn nær að reima á sig skóna,“ skrif­ar Dóra Björt Guðjóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Pírata, í pistli á Face­book. Til­efni skrifa Dóru Bjart­ar er af­sök­un­ar­beiðni Bolla Kristjáns­son­ar til borg­ar­stjóra vegna rang­færsla.

Áður en ég kom inn í stjórn­mál­in gerði ég mér enga grein fyr­ir hve frjáls­lega er farið með sann­leik­ann meðal margra þeirra sem best ættu að þekkja til. Ef ég ætti að leiðrétta allt það rugl sem ákveðnir flokk­ar fleyta af stað í umræðuna gerði ég ekk­ert annað,“ skrif­ar Dóra Björt og seg­ist raun­ar hafa farið í gegn­um ákveðið sorg­ar­ferli við það að horf­ast í augu við þenn­an veru­leika sem grafi und­an lýðræðinu.

Það sé heil­brigt að tak­ast á um staðreynd­ir mála og eiga í efn­is­leg­um rök­ræðum. „Því miður hef­ur á þessu kjör­tíma­bili mikið meira farið fyr­ir gagn­rýni í formi gíf­ur­yrða og hreins upp­spuna.“

Leiðrétt­ing­in muni aldrei ná til allra

Skrif­ar Dóra Björt að í af­sök­un­ar­beiðni Bolla sé reynd­ar bara hluti ósann­ind­anna viður­kennd­ur, enda sé því enn haldið fram að Óðin­s­torg hafi kostað tí­falda upp­hæð. Það liggi fyr­ir að „áróðurs­mynd­bandið“, eins og Dóra Björt kall­ar mynd­band sam­tak­anna Björg­um miðbæn­um, hafi náð til margra sem leiðrétt­ing­in muni aldrei kom­ast í tæri við.

Ég vona að þetta ýti und­ir aukna gagn­rýna hugs­un og meðvit­und hjá þeim sem skila­boðin ná til. Ég vona að við get­um búið til sam­fé­lag þar sem fjöl­miðlar hafa bol­magn til að veita aðhald. Þar sem lyg­in fær ekki að grass­era í formi al­var­legr­ar og eyðileggj­andi sýk­ing­ar á lýðræðinu sjálfu.

 

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert