„Fer eftir því á hvað eða hvern skotið er“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hætti rannsókn málsins.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hætti rannsókn málsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mun­ur­inn á máli manns sem kærði skotárás á bíl hans í Voga­hverfi og skotárás­ar á bíl borg­ar­stjóra snýr að til­gangi að baki árás­inni. Þannig var skotárás á bíl manns­ins í Voga­hverfi flokkuð sem minni­hátt­ar skemmd­ar­verk en skotárás á bíl Dags B. Eggerts­son­ar flokkuð sem brot gegn vald­stjórn vegna stöðu Dags sem op­in­bers starfs­manns.

Eins og fram kom í frétt mbl.is um mál manns í Voga­hverfi átti árás­in sér stað í fyrra. Var rann­sókn á mál­inu hætt og mann­in­um gert það ljóst bréf­leiðis frá lög­reglu að ástæðan væri sú að ekki væri tal­inn grund­völl­ur fyr­ir að halda rann­sókn áfram. Maður­inn var ósátt­ur við vinnu­brögð lög­reglu og kærði málið til rík­is­sak­sókn­ara þar sem það er enn í vinnslu.  

Skotið var á bíl mannsins með haglabyssu.
Skotið var á bíl manns­ins með hagla­byssu. Ljós­mynd/​Aðsend

Að sögn Huldu Elsu Björg­vins­dótt­ur, sviðsstjóra á ákæru­sviði lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, geta árás­ir af þessu tagi verið flokkaðar á ólík­an átt eft­ir sam­hengi þeirra. 

„Rann­sókn­in fer eft­ir því á hvað eða hvern skotið er. Í ein­hverj­um til­vik­um hef­ur verið litið svo á um sé að ræða eign­ar­spjöll, í öðrum brot á vopna­lög­um, hót­un, hættu­brot og nú [í máli borg­ar­stjóra] er um að ræða brot gegn vald­stjórn­inni. Það skipt­ir máli hvað býr að baki. Jafn­vel geta öll brot átt við,“ seg­ir Hulda Elsa.

Rík­is­sak­sókn­ari geti skotið mál­inu aft­ur til lög­reglu 

Í frétt mbl.is um mál manns­ins í Voga­hverfi sagði upp­haf­lega að rann­sókn hefði verið felld niður. Það er ekki rétt orðalag held­ur var rann­sókn máls­ins hætt. 

„Stund­um er það mat lög­reglu að það sé ekki til neins að halda rann­sókn máls­ins áfram þar sem það muni ekki leiða til neinn­ar frek­ari gagna­öfl­un­ar. Þá er rann­sókn hætt. Slíka ákvörðun er hægt að kæra til rík­is­sak­sókn­ara,“ seg­ir Hulda Elsa. 

Hulda Elsa seg­ir að vissu­lega sé skotárás al­var­leg­ur verknaður í sjálfu sér og það geti hljómað und­ar­lega að mál séu flokkuð með ólík­um hætti. „Auðvitað er það mjög al­var­leg­ur verknaður þegar menn eru að skjóta inn­an­bæjar,“ seg­ir Hulda Elsa. 

„Ef rík­is­sak­sókn­ari tel­ur að við höf­um ekki verið að standa okk­ur í þessu máli þá verður það tekið upp aft­ur,“ seg­ir Hulda Elsa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert