Fjármálaráðherra sagður hafa fallist á 490 milljónir

Ummæli stjórnarformanns Íslandspósts stangast á við það sem fram kemur …
Ummæli stjórnarformanns Íslandspósts stangast á við það sem fram kemur skýrt í drögum að fundargerð stjórnar í nóvember árið 2019. Ljósmynd/Pósturinn

Stjórn Ísland­s­pósts leit svo á að Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, hefði fall­ist á að rík­is­sjóður bætti fyr­ir­tæk­inu alþjón­ustu­byrði vegna árs­ins 2020 að fjár­hæð 490 millj­ón­ir króna.

Það hefði hann gert á fundi með stjórn og for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, ásamt Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra, sem hald­inn var 15. nóv­em­ber 2019. Þetta kem­ur skýrt fram í drög­um að fund­ar­gerð 262. fund­ar stjórn­ar Ísland­s­pósts sem hald­inn var þrem­ur dög­um eft­ir fund­inn með ráðherr­un­um og Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um.

Und­ir fyrsta lið fund­ar­ins, sem nefnd­ur var „viðbrögð við vend­ing­um í gerð þjón­ustu­samn­ings um póstþjón­ustu við ríkið“, seg­ir að fjár­málaráðherra hafi lagt til „að leggja inn í okk­ar áætlan­ir út­reiknaðar stærðir þjón­ustu­samn­ings eins og við höf­um reiknað það út“. Fram­ar í drög­un­um er fjallað um út­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins sem gerðu ráð fyr­ir að alþjón­ustu­byrðin sem ríkið myndi bæta fyr­ir­tæk­inu næmi fyrr­nefnd­um 490 millj­ón­um króna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert