Gloppur í kerfinu varðandi mansal

00:00
00:00

„Það eru ákveðnar glopp­ur í þessu kerfi, og þá sér­stak­lega þegar kem­ur að man­sali,“ seg­ir Olga Mar­grét Cilia, þingmaður Pírata, en í ljósi máls Uhunoma Osayomore hef­ur hún farið fram á að alls­herj­ar- og mennta­nefnd Alþing­is skoði mál hæl­is­leit­enda sem jafn­framt eru þolend­ur man­sals.

Eitt af því sem flæk­ir málið í til­viki Osayomore og annarra, sér í lagi þeirra sem koma frá Afr­íku­lönd­um, er að þeir verða þolend­ur man­sals á leiðinni. Það flæk­ir málið inn­an reglu­verks hér á landi að sögn Olgu Mar­grét­ar sem hef­ur tekið sæti á þingi fyr­ir Pírata í stað Þór­hild­ar Sunnu Ævars­dótt­ur sem er kom­in í fæðing­ar­or­lof.

Málið verður tekið fyr­ir á fundi nefnd­ar­inn­ar á næst­unni og þar ger­ir Olga Mar­grét ráð fyr­ir að full­trú­ar frá Útlend­inga­stofn­un, Rauða kross­in­um og Bjark­ar­hlíð komi til með að fara yfir þenn­an anga mála­flokks­ins. Í mynd­skeiðinu er rætt við Olgu Mar­gréti um málið en samþykkt var að taka það fyr­ir á vett­vangi nefnd­ar­inn­ar á fundi síðastliðinn föstu­dag.

45.000 und­ir­skrift­ir

Mál Uhunoma Osayomore held­ur því áfram að gára vatnið í ís­lensku sam­fé­lagi en eins og stend­ur hafa ríf­lega 45 þúsund manns skrifað und­ir áskor­un þar sem stjórn­völd eru hvött til að end­ur­skoða ákvörðun um að synja hon­um um dval­ar­leyfi hér á landi vegna mannúðarsjón­ar­miða. Í mynd­skeiðinu fyr­ir neðan má sjá viðtal við Uhunoma sem birt­ist á mbl.is fyr­ir skömmu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert