Kann að „virka grimmt“ utan frá

00:00
00:00

„Maður skil­ur al­veg að þegar fólk stend­ur ut­an­frá og horf­ir á þetta, þá kunni þetta að virka svo­lítið grimmt,“ seg­ir Þor­steinn Gunn­ars­son, sviðsstjóri hjá Útlend­inga­stofn­un, um ákv­arðanir sem eru tekn­ar í mál­um á borð við mál Uhunom­as Osayomor­es sem hef­ur verið í umræðunni að und­an­förnu.

Ein­stök mál eru bund­in trúnaði og hann get­ur ekki tjáð sig um þau en bæt­ir því við að: „Þarna er verið leggja á borðið ein­hvers­kon­ar frá­sögn. Við för­um í gegn­um okk­ar ferli sem er unnið gagn­vart lög­manni og öðrum [þar á meðal] Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála sem fer í gegn­um þessi mál og end­ur­skoðar þau,“ seg­ir Þor­steinn í viðtali við mbl.is sem er hægt að horfa á í meðfylgj­andi mynd­skeiði.

Á morg­un mun alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd fjalla um meðferð man­sals­mála í til­efni af þeim viðbrögðum sem mál Uhunoma hef­ur fengið í sam­fé­lag­inu en í gær fengu þær Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra og Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra af­hent­ar 45 þúsund und­ir­skrift­ir þar sem stjórn­völd eru hvött til þess að grípa inn í ferlið en Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála synjaði hon­um sem kunn­ugt er um dval­ar­leyfi hér á landi.

Mál Uhunoma Osayomore hefur vakið mikla athygli undanfarnar vikur. Nú …
Mál Uhunoma Osayomore hef­ur vakið mikla at­hygli und­an­farn­ar vik­ur. Nú mun um­gjörð man­sals­mála verða til um­fjöll­un­ar hjá Alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar Alþing­is vegna þess. mbl.is/​Hall­ur Már

Synj­un­in hef­ur helst verið gagn­rýnd á þeim for­send­um að Uhunoma hafi lent í man­sali og kyn­ferðisof­beldi á leið sinni til lands­ins en sú fór hófst þegar hann var á barns­aldri. Á sín­um tíma flúði hann heimalandið eft­ir að hafa orðið vitni að því þegar faðir hans veitti móður hans áverka sem drógu hana til dauða. Magnús Norðdahl, lögmaður Uhunoma, hef­ur gagn­rýnt það að stjórn­völd meti ástandið í Níg­er­íu þannig að ör­uggt sé fyr­ir Uhunoma að snúa aft­ur til heima­lands­ins. Bæði sé afar vafa­samt að lög­regla geti tryggt ör­yggi Uhunoma gagn­vart föður sín­um sem hef­ur að sögn hótað hon­um en einnig að geðheil­brigðisþjón­usta í land­inu sé ekki með því móti að hægt verði að veita Uhunoma þá þjón­ustu sem hann þarfn­ast vegna and­legra veik­inda sem hafa fylgt.

Þor­steinn seg­ir að alltaf sé gott að taka til umræðu mál sem komi upp í kerf­inu. Með því öðlist al­menn­ing­ur betri inn­sýn í verk­ferla og starf Útlend­inga­stofn­unn­ar. Þegar kem­ur að málsmeðferð í man­sals­mál­um sé það fyrst og fremst hlut­verk stofn­un­ar­inn­ar að meta þörf ein­stak­linga fyr­ir vernd á Íslandi. 

„Við það mat þá horf­um við til aðstæðna í því ríki sem viðkom­andi kem­ur frá og yrði send­ur til­baka til.“ Þess vegna skipti máli hvar man­salið á sér stað, hvenær það ger­ist og þá er reynt að meta hvað ger­ist þegar viðkom­andi yrði send­ur til­baka til síns heima­lands. 

Samstöðufundur á Arnarhóli í síðustu viku vegna fyrirhugaðrar brottvísunar Uhunoma …
Sam­stöðufund­ur á Arn­ar­hóli í síðustu viku vegna fyr­ir­hugaðrar brott­vís­un­ar Uhunoma Osayomore. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Sér­stak­lega er met­in hætt­an á að ein­stak­ling­ur­inn, sem er í þessu til­viki hinn 21 árs gamli Uhunoma, verði aft­ur fyr­ir man­sali þegar heim er komið. Það er vænt­an­lega ein af for­send­um fyr­ir neit­un Kær­u­nefnd­ar­inn­ar á dval­ar­leyfi á grund­velli mannúðarsjón­ar­miða. Að hann verði ekki aft­ur fyr­ir man­sali þegar aft­ur er komið til Níg­er­íu. Krafa um end­urupp­töku hef­ur lögð fram.

Magnús seg­ir í sam­tali við mbl.is að ekki verið tekið fullt til­lit til stöðu Uhunoma sem fórn­ar­lambs man­sals þar sem að Útlend­inga­stofn­un hafi ekki náð að greina öll merki þess í viðtöl­um við dreng­inn. GRETA sem eru alþjóðleg sam­tök sér­fræðinga í bar­áttu gegn man­sali gerðu fyr­ir nokkr­um miss­er­um grein­ingu á meðhöndl­un stjórn­valda á man­sals­mál­um hér á landi. Þar kom fram að ým­is­legt hefði verið gert til að gera málsmeðferð þeirra betri og skil­virk­ari hér á landi. Hins­veg­ar koma þar einnig fram gagn­rýni á þeim for­send­um að hægt væri að gera bet­ur þegar kem­ur að því að bera kennsl á fórn­ar­lömb man­sals og þá meðtal­in börn. 

Þor­steinn bend­ir einnig á að inn­an dóms­málaráðuneyt­is­ins sé verið að vinna í þess­um mál­um og að ávallt sé verið að leita leiða til að bæta verk­ferla inn­an stofn­un­ar­inn­ar og í meðferð mála þar. 

„Við reyn­um að út­skýra eins vel og við get­um fyr­ir fólki hvaða rétt­indi það hef­ur,“ seg­ir hann í sam­tali mbl.is og bend­ir á að í viðtöl­um sé mik­il áhersla lögð á að sé ein­hver vafi á því að full­ur skiln­ing­ur sé á milli skjól­stæðings og túlka eða annarra starfs­manna sé brugðist við því.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert