Svar barst eftir sjónvarpsviðtal

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Landspítalinn útlistar …
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Landspítalinn útlistar í bréfi til ráðherra hvernig aðkoma spítalans að greiningu sýna úr leghálsskimun gæti litið út. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Svandísi Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra barst í gær­kvöldi svar frá Land­spít­al­an­um um mögu­leika sjúkra­húss­ins á að ann­ast grein­ingu sýna úr leg­háls­skimun, sem fram­kvæmd er á heilsu­gæsl­um lands­ins.

Sem stend­ur ann­ast danskt sjúkra­hús grein­ingu sýn­anna, enda út­vistaði ráðherra verk­efn­inu þangað eft­ir að stjórn­end­ur Land­spít­al­ans kváðust ekki sjá ástæðu til að sækj­ast eft­ir því að sinna þessu verk­efni þegar þeim var boðið það síðasta sum­ar.

„Þegar ég sá síðan að yf­ir­lækn­ir á spít­al­an­um teldi að spít­al­inn gæti í raun vel gert þetta og ég heyrði for­stjóra spít­al­ans ekki mót­mæla því, sendi ég aft­ur inn er­indi til spít­al­ans og spyr hvort staðan sé önn­ur en stóð í svar­bréf­inu. Í gær barst mér síðan svar og nú erum við að skoða þetta,“ seg­ir Svandís í sam­tali við mbl.is.

Fara yfir málið

Í svari spít­al­ans kem­ur fram hvernig þjón­usta Land­spít­al­ans gæti litið út í þessu máli og hvaða kostnað það hefði í för með sér að verk­efnið yrði fært til þeirra. Ráðherra kveðst ekki enn hafa haft ráðrúm til að meta inni­hald bréfs­ins en skoðar nú hvort rétt­ast sé að færa verk­efnið til spít­al­ans. Svarið barst enda seint í gær­kvöldi, eft­ir að Svandís hafði rætt málið í Kast­ljósi.

Grein­ing sýna úr leg­háls­skimun var upp­haf­lega færð til danska sjúkra­húss­ins eft­ir að Krabba­meins­fé­lagið hætti að ann­ast grein­ing­una. Dan­irn­ir sjá um þetta á þess­ari stundu enda baðst Land­spít­al­inn und­an því síðasta sum­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert