Vel gengur að endurráða starfsfólk

Sílikonverskmiðjan á Bakka.
Sílikonverskmiðjan á Bakka. mbl.is/Hari

Vel geng­ur að fjölga starfs­fólki kís­il­vers PCC á Bakka við Húsa­vík á ný. Unnið er að því mark­miði að ræsa ofna vers­ins á nýj­an leik í næsta mánuði. „Enn eru marg­ir laus­ir end­ar sem við erum að hnýta,“ seg­ir Rún­ar Sig­urpáls­son for­stjóri spurður nán­ar um tíma­setn­ingu.

PCC greip til tíma­bund­inn­ar stöðvun­ar á ljós­boga­ofn­um kís­il­vers­ins á síðasta ári til að gera end­ur­bæt­ur á reyk­hreinsi­virki þess og var meiri­hluta starfs­fólks sagt upp störf­um. Inn í þá ákvörðun að end­ur­ræsa ekki strax spiluðu áhrif kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins á heims­markað fyr­ir afurðir vers­ins.

Rún­ar seg­ir að verð á heims­markaði hafi þró­ast ágæt­lega síðustu mánuði, það hafi verið að mjak­ast í rétta átt en hann vildi þó gjarn­an sjá það aðeins hærra, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert