Allt „samkvæmt áætlun“ hjá PCC á Bakka

Hráefni hefur verið sett í ofn kísilversins á Bakka á …
Hráefni hefur verið sett í ofn kísilversins á Bakka á ný. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

„Allt gekk sam­kvæmt áætl­un í nótt og er nú hrá­efni komið í ofn­inn og skor­stein­um hef­ur verið lokað,“ seg­ir í til­kynn­ingu á Face­book-síðu kís­il­vers PCC á Bakka við Húsa­vík. Upp­keyrslu verk­smiðjunn­ar fylgdi ein­hver reyk­ur og bruna­lykt.

Í nótt var álagið á ofni verk­smiðjunn­ar aukið til að ná upp stöðugum ljós­boga í hon­um, en und­an­farna daga hef­ur ofn­inn verið á vægu afli til að baka fóðring­ar.

Fyrsta skipið með hrá­efni fyr­ir ofna kís­il­vers­ins kom til hafn­ar í Húsa­víkí lok mars. Um var að ræða fyrstu hrá­efn­is­send­ingu í marga mánuði, en PCC greip til tíma­bund­inn­ar stöðvun­ar á ljós­boga­ofn­um kís­il­vers­ins á síðasta ári til að gera end­ur­bæt­ur á reyk­hreinsi­virki þess. Á þeim tíma var fjölda fólks sagt upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert