„Þetta var eftir minni bestu samvisku“

Haraldur Briem, fyrrum sóttvarnalæknir.
Haraldur Briem, fyrrum sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

„Ég fór á eft­ir­laun árið 2015, þegar ég varð 70 ára. Síðan þá hef ég verið beðinn um að taka að mér ýmis verk­efni, bæði fyr­ir [heil­brigðis]ráðuneytið og embætti land­lækn­is. Ég hef verið öll­um óháður að mínu mati,“ seg­ir Har­ald­ur Briem, fyrr­ver­andi sótt­varna­lækn­ir og höf­und­ur skýrslu um breyt­ing­ar á skipu­lagi og fram­kvæmd skimun­ar fyr­ir krabba­meini í leg­hálsi. 

Stjórn Fé­lags ís­lenskra rann­sókn­ar­lækna ályktaði fyrr í dag að Har­ald­ur gæti vart tal­ist óháður aðili við skýrslu­skrif­in þar sem hann væri rit­ari skimun­ar­ráðs og fyrr­um sótt­varna­lækn­ir, sem starfaði þannig und­ir Birgi Jak­obs­syni, fyrr­um land­lækni, sem í dag er aðstoðarmaður Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra. 

Hlut­verkið verið að kalla sam­an fólk 

Hann seg­ir aðdrag­anda þess að hann hafi verið rit­ari skimun­ar­ráðs ein­ung­is vera sá að þar hafi þurft að kalla til hóp sér­fróðra og hann hafi verið þar á meðal. Hans hlut­verk hafi ein­ung­is snúið að rit­ara­störf­um.

„Þetta eru allt sér­fræðing­ar og fag­menn. Það er fjöldi manna sem kem­ur að þessu. Rit­ari gerði ekk­ert annað en að kalla fólk sam­an og reyna að fá niður­stöður í mál­in,“ seg­ir Har­ald­ur. 

Hann seg­ist ekki getað séð hvernig störf hans sem rit­ari hafi gert hann háðan nokkr­um. 

Spurður hvort sam­band hans við Birgi Jak­obs­son, aðstoðarmann Svandís­ar, sé eitt­hvað sem hefði getað gert hann van­hæf­an í sinni vinnu seg­ir hann ekki svo vera.

„Já já, við átt­um ágæt­is­sam­starf þegar hann var og hét í þessu embætti. Ég hef síðan unnið með Ölmu Möller.“

Hef­ur unnið við skimun­ar­mál frá 2008

Har­ald­ur rifjar upp að hans aðkoma að skimun­ar­mál­um hefj­ist árið 2008. „Þá var það þannig að við vor­um að reyna að koma á bólu­setn­ing­um við HPV-veirunni sem veld­ur leg­hálskrabba­meini. Leg­hálskrabba­mein er af­leiðing smit­sjúk­dóms og þar hófst aðkoma mín. Þá vor­um við líka beðin um að fara yfir skiman­ir og bólu­setn­ing­ar al­mennt. Við skiluðum skýrslu árið 2008.“

Fé­lag sér­fræðilækna gagn­rýn­ir einnig að hann hafi ekki leitað eft­ir upp­lýs­ing­um frá Land­spít­al­an­um, Krabba­meins­fé­lag­inu eða sér­greina­fé­lög­um lækna við vinnslu skýrsl­unn­ar. 

Har­ald­ur svar­ar því til að hann þekki vel til máls­ins. Í fagráði og skimun­ar­ráði vinni fag­fólk úr öll­um átt­um og málið sé sér ekki fram­andi. „Tím­aramm­inn var nokkuð stutt­ur og ég ein­beitti mér bara að þeim gögn­um sem lágu fyr­ir,“ seg­ir Har­ald­ur. 

Hann hvet­ur fólk til að kynna sér skýrsl­una. 

„Þetta var eft­ir minni bestu sam­visku og ég vona að hún upp­lýsi málið.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert