Rannsóknir fluttar til Landspítalans eftir áramót

Rannsóknir á leghálssýnum verða fluttar til Landspítalans eftir áramót.
Rannsóknir á leghálssýnum verða fluttar til Landspítalans eftir áramót. mbl.is/Sigurður Bogi

Heilsu­gæsl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur tekið ákvörðun um að hefja und­ir­bún­ing að því að rann­sókn­ir á leg­háls­sýn­um verði flutt­ar til Land­spít­al­ans.

Ákvörðunin bygg­ist á því að Land­spít­al­inn tel­ur sig nú geta sinnt rann­sókn­um á leg­háls­sýn­um. Einnig var ákvörðunin tek­in til þess að svara gagn­rýni fagaðila og al­menn­ings. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu.

Eins og áður hef­ur komið fram í um­fjöll­un mbl.is eru leg­háls­sýni núna send til Dan­merk­ur til rann­sókn­ar eft­ir að starf­sem­in færðist frá krabba­meins­fé­lag­inu til Heilsu­gæsl­unn­ar um ára­mót­in.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að und­ir­bún­ing­ur fyr­ir flutn­ing­inn sé nú þegar byrjaður en krefst tíma þar sem nauðsyn­legt er að tryggja gæði og ör­yggi rann­sókn­anna. Stefnt er að því að yf­ir­færsl­an verði fram­kvæmd um ára­mót­in að því gefnu að all­ar kröf­ur verði upp­fyllt­ar fyr­ir þann tíma.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert