Gærsluvarðhaldsúrskurðurinn kærður til Landsréttar

Hin látna var vistmaður á geðdeild Landspítalans.
Hin látna var vistmaður á geðdeild Landspítalans. Ómar Óskarsson

Gæslu­v­arðhalds­úrsk­urður yfir hjúkr­un­ar­fræðingn­um, sem ligg­ur und­ir grun vegna and­láts á Land­spít­al­an­um, hef­ur verið kærður til Lands­rétt­ar. Þetta staðfest­ir Hulda Elsa Björg­vins­dótt­ir, sviðsstjóri ákæru­sviðs Lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is.

Ekk­ert ligg­ur fyr­ir um lengra gæslu­v­arðhald

Gæslu­v­arðhalds­úrsk­urður­inn yfir kon­unni renn­ur út á morg­un en Hulda seg­ir enga kröfu um fram­leng­ingu á gæslu­v­arðhald­inu liggja fyr­ir á þess­ari stundu. Mar­geir Sveins­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá rann­sókn­ar­deild Lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, greindi frá því í morg­un að kon­an sætti gæslu­v­arðhaldi á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna. 

Lög­regla greindi frá því í gær­morg­un að hún hefði til rann­sókn­ar and­lát konu á sex­tugs­aldri sem lést á Land­spít­al­an­um fyrr í mánuðinum. Síðar kom í ljós að hjúkr­un­ar­fræðing­ur á geðdeild Land­spít­al­ans væri grunaður mann­dráp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert