1,1 milljarður aukalega í nýsköpun og rannsóknir

Nýsköpunarmál munu heyra undir ráðuneyti Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur.
Nýsköpunarmál munu heyra undir ráðuneyti Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur. mbl.is/Árni Sæberg

Fram­lög rík­is­ins vegna ný­sköp­un­ar og rann­sókna eykst um 1,1 millj­arð milli ára sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi næsta árs sem kynnt var í dag. Fell­ur stærsti hluti hækk­un­ar­inn­ar und­ir ný­sköp­un, sam­keppni og þekk­ing­ar­grein­ar, en þar und­ir er end­ur­greiðsla vegna rann­sókn­ar­kostnaðar, fjár­fest­ing í ný­sköp­un og end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­verk­efna.

Með nýj­um rík­is­stjórn­arsátt­mála var mik­il áhersla lögð á ný­sköp­un og aukna tækni­væðingu. Sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi fyr­ir kom­andi ár eru þrjú verk­efni sem standa upp úr þegar kem­ur að aukn­ingu fram­laga í þenn­an mála­flokk.

Frek­ari aukn­ing í end­ur­greiðslu vegna þró­un­ar

Þannig er gert ráð fyr­ir að 619 millj­ón­ir fari í auk­in fram­lög vegna end­ur­greiðslna til ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækja vegna rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostnaðar. End­ur­greiðslur rík­is­sjóðs vegna þessa mála­flokks nam á síðasta ári 10,4 millj­örðum og tvö­faldaðist milli ára.

500 millj­ón­ir í Kríu

Þá er heim­ild til að setja 500 millj­ón­ir í nýj­an ís­lensk­an hvata­sjóð sem mun bera heitið Kría. Er sjóðnum ætlað að fjár­festa í vísi­sjóðum með það að mark­miði að tryggja sam­fellu í fjár­mögn­un­ar­um­hverfi frum­kvöðla.

Opnað var fyr­ir um­sókn­ir í Kríu í októ­ber og lokað fyr­ir þær í byrj­un nóv­em­ber. Sjóður­inn hef­ur enn ekki fjár­fest í nein­um fyr­ir­tækj­um.

500 millj­ón­ir auka­lega í kvik­mynd­ir

Fjár­heim­ild vegna end­ur­greiðslna vegna kvik­mynda­gerðar á Íslandi er jafn­framt auk­in um 500 millj­ón­ir í frum­varp­inu.                

Þessi þrjú verk­efni falla öll und­ir ný­sköp­un, sam­keppni og þekk­ing­ar­grein­ar, en á móti hækk­un­um kem­ur um 424 millj­óna aðhaldskrafa á mál­efna­sviðið. Kem­ur það meðal ann­ars niður á Tækniþró­un­ar­sjóði.

Varðandi rann­sókn­ir og vís­indi er meðal ann­ars horft til þess að auka fram­lög til sam­keppn­is­sjóðanna Rann­sókn­ar­sjóðs og Innviðasjóðs um 167 millj­ón­ir. Þá eru 100 millj­ón­ir sett­ar í tíma­bundið fram­lag vegna sam­keppn­is­sjóðs um bygg­ing­ar- og mann­virkja­rann­sókn­ir. Aðhaldskrafa á mál­efna­sviðið nema hins veg­ar 213 millj­ón­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert