„Halda áfram að halda fátæku fólki í fátækt“

Inga segir fátækt fólk enn þurfa að bíða eftir réttlætinu.
Inga segir fátækt fólk enn þurfa að bíða eftir réttlætinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég sé bara að það á að halda áfram að halda fá­tæku fólki í fá­tækt og það á að halda áfram að skatt­leggja fá­tækt. Ég sé að það á ekki að ná í neina aukna fjár­muni hvorki í sam­bandi við banka­skatt eða auk­in veiðigjöld,“ seg­ir Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins, um fjár­laga­frum­varp næsta árs.

Það sé þó já­kvætt að halli rík­is­sjóðs vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins sé minni en bú­ist var við.

„En hvað lýt­ur að þeim þjóðfé­lags­hópi sem Flokk­ur fólks­ins var stofnaður utan um, til að hjálpa og berj­ast fyr­ir, þá sé ég að áfram, und­ir for­ystu Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs, þarf fá­tækt fólk ennþá að bíða eft­ir rétt­læt­inu, það er bara þannig,“ seg­ir Inga í sam­tali við mbl.is.

Sam­kvæmt fjár­lög­un­um sé það nokkuð ljóst að gera eigi miklu minna en stjórn­arsátt­mál­inn kveður á um. „Stjórn­arsátt­mál­inn er meira kom­inn í fal­lega jóla­kjól­inn. Hann er op­inn í báða enda og þau geta dregið hlut­ina fram á síðasta dag. Það kem­ur hvergi fram hvað á að eyða mikl­um fjár­mun­um í þetta eða hitt eða hvenær á að fram­kvæma hlut­ina."

Um sé að ræða sam­an­safn af mála­miðlun­um og milli­lend­ing­um sem hafi verð hnoðað sam­an á ótrú­lega löng­um tíma.

Alltaf tí­unda flokks þjóðfé­lagsþegn­ar

Hún seg­ir Flokk fólks­ins vilja leggja aðaláherslu á fólkið. „Við segj­um fólkið fyrst. Það á að setja 13 millj­arða í lofts­lags­mál í þess­um fjár­lög­um, sem sum­um finnst ekki nógu vel í lagt. Ef það er hægt að setja 13 millj­arða í lofts­lags­mál þá vil ég setja þris­var sinn­um meira í fólkið. Fá­tækt fólk er að ganga inn í jól­in, það eru lengd­ar biðraðir hjá hjálp­ar­stofn­un­um. Ég hef ein­fald­lega skömm af því að það sé ekki reynt að gera allt til að fólk­inu okk­ar líði vel og fái að taka þátt í sam­fé­lag­inu eins og hluti af því. Það sé ekki alltaf jaðar­sett, and­lega niður­brotið og börn­in þeirra bæld og geta ekki tekið þátt í nein­um sköpuðum hlut. Ég er bara al­gjör­lega orðlaus. En ókei, kem­ur það mér á óvart? Nei, það ger­ir það ekki.“

Það að hækka bæt­ur til al­manna­trygg­ingaþega um eitt pró­sent um­fram vísi­tölu­hækk­un um ára­mót­in sé bara grín. „Kjaragliðnun­in er orðin tug­ir pró­senta og þegar laun eru að hækka um kannski sjö pró­sent þá er verið að hækka þau um 3,6 hjá al­mann­trygg­ing­un­um. Það gliðnar alltaf kjara­bilið og þau drag­ast alltaf meira og meira aft­ur úr. Nú er verið að spá á fimmta pró­sent verðbólgu og hvað verður þá um þessa hækk­un um ára­mót­in, hún er far­in. Það er eng­in kaup­mátt­ar­aukn­ing, þau eru alltaf skil­in eft­ir og eru alltaf tí­unda flokks þjóðfé­lagsþegn­ar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert