Segir umræðuna þurfa að ganga lengra

Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands.
Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tóm­as Kristjáns­son, formaður Raf­bíla­sam­bands­ins, ger­ir at­huga­semd­ir við orð Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, sem sagði í morg­un að ljóst væri að rík­is­sjóður yrði af mikl­um tekj­um á næstu árum sam­hliða sí­vax­andi raf­bíla­væðingu lands­manna. 

Ýjaði Bjarni að því að á kom­andi árum þyrfti að út­færa hvernig ný gjöld gætu komið stað þeirra gömlu, t.d. ol­íu­gjalda, og nefndi hann sér­stakt kíló­metra­gjald í því sam­bandi. 

Tóm­as Kristjáns­son er sam­mála því að vert sé að ræða þessi mál, en seg­ir á sama tíma að umræðan verði að ná lengra.

„Það er svo ofboðslega margt sem þarf að taka inn í þetta,“ seg­ir hann við mbl.is.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlög næsta árs í …
Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, kynnti fjár­lög næsta árs í morg­un. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Óþarfi að skatt­legja það sem veitt­ar eru íviln­an­ir fyr­ir

Tóm­as seg­ir þannig að ef til vill færi bet­ur á því að draga úr skatta- og tollaí­viln­un­um á inn­flutn­ing raf­bíla áður en sett­ar eru álög­ur á eign slíkra bíla. 

Þar að auki nefn­ir hann þá staðreynd að um leið og olía verður ekki leng­ur flutt til lands­ins til þess að knýja bíla­flota þjóðar­inn­ar spar­ist óhemju­mikið magn gjald­eyr­is. Tóm­as seg­ir því ekki endi­lega rétt að ríkið tapi á því að eng­in olía sé flutt hingað til lands og gjald inn­heimt vegna þess.

„Þegar ríkið hætt­ir að flytja inn 320 þúsund tonn af olíu og bens­íni á ári þá spar­ar það ógur­legt magn af gjald­eyri, sem er ein aðalástæða gjald­eyr­is­halla okk­ar.“

„Þetta er í raun heild­ar­end­ur­skoðun á öllu kerf­inu og heild­ar­end­ur­skoðun á orku­notk­un þjóðar­inn­ar. Það er því gallað að fara að tala bara um tapaðar tekj­ur af ol­íu­gjaldi, þetta er miklu stærra en bara það.“

Umræðan um ol­íu­gjaldið sumpart á villi­göt­um

Tóm­as bend­ir á að ol­íu­gjaldið sé ekki eyrna­merkt­ur skatt­ur sem sjálf­krafa sé veitt í vega­fram­kvæmd­ir eða sam­göngu­mál. Hann seg­ir að um sé að ræða tekju­lind fyr­ir rík­is­sjóð sem komi ekki raf­bíl­um endi­lega við. 

„Ol­íu­gjaldið hef­ur ekki verið tengt vega­kerf­inu í mörg ár þannig þetta er smá vit­leysa sem ráðherra set­ur fram,“ seg­ir hann og bæt­ir við:

„Ol­íu­gjaldið er bara tekju­lind rík­is­sjóðs. Þetta fer svo­lítið á villi­göt­ur með því að blanda raf­bíl­um inn í þetta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert