Setja fjármuni í þróun streymisveitu

Sigríður Hagalín í hlutverki sínu í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, …
Sigríður Hagalín í hlutverki sínu í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar. mbl.is

Meðal verk­efna sem fjár­mun­um er veitt til í nýj­um fjár­lög­um er þróun inn­lendr­ar streym­isveitu. Kem­ur þetta í fram­haldi af kvik­mynda­stefnu til árs­ins 2030, en Kvik­mynda­miðstöð greindi frá því fyrr á ár­inu að vinna við slíka streym­isveitu væri haf­in.

Í fjár­lög­um kem­ur fram að 510 millj­ón­um verði veitt auka­lega í fram­kvæmd kvik­mynda­stefnu með áherslu á bætt sjóðakerfi og starfs­um­hverfi. Und­ir því er meðal ann­ars þróun streym­isveit­unn­ar og auk­in verk­efni Kvik­mynda­miðstöðvar Íslands. Ekki kem­ur þó fram hvernig þess­ar 510 millj­ón­ir muni skipt­ast milli verk­efn­anna.

Á vef Kvik­mynda­miðstöðvar frá í vor má lesa að grund­vall­ar­hug­mynd verk­efn­is­ins sé að auðvelda aðgengi að að ís­lensk­um kvik­mynda­arfi á tím­um sta­f­rænn­ar dreif­ing­ar mynd­efn­is, en ljóst er að stór hluti ís­lenskra kvik­mynda í gegn­um tíðina eru lítt eða ekki aðgengi­leg­ar í sam­tím­an­um.

Væri efn­is­fram­boð slíkr­ar veitu háð áhuga og samþykki rétt­hafa í hverju til­viki, en ætl­un­in er að streym­isveit­an veiti aðgang að ís­lensk­um kvik­mynda­arfi þegar mynd­ir og þætt­ir eru ekki fá­an­leg­ar ann­arsstaðar. Veit­unni er ekki ætlað að vera í sam­keppni við aðra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert